Skírnir - 01.09.1992, Side 157
SKÍRNIR
SMÁRÆÐA
419
gangi mála á þessu landi? Ég þykist ekki vita það, því það veit
enginn! Og hversu mjög sem við Islendingar rýnum í ferskeytlur,
skinnhandrit og þjóðminjar er að mínum dómi varla hægt að
segja að þjóðin skilji sjálfa sig vel meðan hún hefur ekki minnsta
vit á því hvað smæð hennar eiginlega þýðir.
II.
Það er nokkuð langt síðan náttúruspekingar tóku fyrst eftir nán-
um tengslum milli stærðar og forms hluta. Imyndið ykkur mús á
stærð við hest. Það sem þið ímyndið ykkur er ekki til og getur
ekki verið til, eins og Galíleo Galilei sannaði endur fyrir löngu. I
samræðu sinni um tvenn ný vísindi frá 16381 segir hann:
Af því sem þegar hefur verið sýnt fram á hlýtur þú að sjá að ómögulegt
er að stækka hluti í feikilega stærð, hvort sem er í listum eða í náttúr-
unni; jafnómögulegt er að smíða risastór skip, hallir og musteri þannig
að [. . .] þau haldist saman; né heldur getur náttúran af sér tré af afbrigði-
legri stærðargráðu af því að greinarnar myndu bresta undan eigin þyngd.
Á sama hátt gæti beinabygging manna, hesta og annarra dýra ekki haldið
skepnunum saman, eða gegnt eðlilegu hlutverki sínu, ef dýrin stækkuðu
verulega. Slík stækkun getur aðeins orðið ef efniviðurinn er óvenjusterk-
ur, miklu sterkari en við venjulegar aðstæður, eða með því að [...] breyta
lögun beinanna þannig að þau hæfi skrímslinu.2
Sama gildir um stóra smíð: hún getur ekki virkað rétt, getur
jafnvel ekki orðið til í smækkaðri mynd. Eða eins og líffræðing-
urinn víðkunni, J. B. S. Haldane benti á í stórskemmtilegri grein
um það vera mátulega stór, getur mannsauga ekki orðið miklu
minna án verulegrar truflunar á virkni. Haldane segir:
í botni mannsaugans [. . .] er aragrúi af skynfrumum, keilum og stöfum,
sem eru að þvermáli álíka og meðal Ijósbylgja. I einu auga er hálf milljón
af slíkum frumum, og til þess að augað geti greint milli tveggja hluta
1 Discorsi e Dimostriazioni Matematiche Intorno a due nuove scienze (Leyden,
1638).
2 Þýtt úr enskri þýðingu eftir Henry Crew og Alfonso de Salvio á Discorsi
Galíleos, Dialogues Conceming Two New Sciences (Macmillan: New York,
1914).