Skírnir - 01.09.1992, Page 160
422
MIKAEL M. KARLSSON
SKÍRNIR
allt annan hátt en í stærri heild, en það veit þó enginn fyrir víst.
Enginn hefur velt því fyrir sér af fullri einurð og af fullri alvöru.
Þó er þetta jafnmikilvægt ef ekki mikilvægara en flest af því sem
við látum okkur miklu varða og teljum efla sjálfsskilning þjóðar-
innar, eins og hver kunni að hafa ritað Njálu eða drýgt aðrar dáð-
ir á 13. öld. Það er reyndar stórskrýtið hvað Islendingar á tuttug-
ustu öld hugsa stíft til fornaldar sinnar þegar sjálfsvitund ber á
góma.
Ég veit raunar um eina og aðeins eina smáþjóð - þjóð sem er
þó margsinnis stærri en íslenska þjóðin - sem sérstaklega hefur
velt fyrir sér sérstöðu sinni og í einhverjum mæli reynt að laga
form stofnana sinna að eigin stærð. Það eru Svisslendingar. Efna-
hags- og stjórnkerfi þeirra, sem auðvitað er hvergi nærri fullkom-
ið, er samt bæði skilvirkt og árangursríkt, og tekur einmitt mið af
aðstæðum og smæð þjóðarinnar með skynsamlegum hætti.
Form efnahagsmála og stjórnmála hér á landi hefur einfaldlega
verið tekið hrátt frá öðrum, miklu stærri, þjóðum og hagnýtt hér,
oftast án þess að vera skynsamlega lagað að íslenskum aðstæðum.
Allir vita að stjórnarskráin okkar er dönsk, þing og embættis-
mannakerfi eftirlíkingar evrópskra kerfa og hagkerfið einhver
undarleg spegilmynd af hagkerfum miklu stærri þjóða. Haldane
mundi væntanlega sýnast að hér væri verið að þenja músarham
yfir beinagrind fíls, og hann mundi ekki vænta þess að tiltækið
heppnaðist. Þetta kann vel að vera ein meginástæða þeirrar
ringulreiðar og þess rifrildis sem ríkir í íslenskum efnahags- og
stjórnmálum og þeirrar óstjórnar og óreiðu sem einkennir ís-
lenskar stofnanir og fyrirtæki. Víðast hvar á þingbundin stjórn að
tryggja þegnum lýðræði. En hér búum við fremur í smákónga-
veldi eða samsteypu miðbæjarkommissara en í lýðveldi. Hin
þingbundna stjórn stuðlar ekki að lýðræði, heldur gerir hún lýð-
ræði okkar að smáræði.
Ef grunsemdir mínar reynast á rökum reistar og form ís-
lenskra stofnana henta ekki stærð íslensku þjóðarinnar og ekkert
verður að gert í þessum efnum, þá mun náttúran fyrr eða síðar
taka í taumana; annað hvort breytast þá þessi form eða íslenska
þjóðin hættir að vera til. En mannleg samfélög eru, eins og ég
sagði áðan, bæði náttúrufyrirbæri og manna verk. Við getum sjálf