Skírnir - 01.09.1992, Side 166
428
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
Samkvæmt þessu birtist hlutdeild forseta í löggjafarvaldi
þannig að hann staðfestir lagafrumvörp með undirritun sinni og
þá fyrst öðlast þau gildi sem lög. Þetta merkir nánar tiltekið að
lagafrumvarp sem Alþingi hefur samþykkt verður að fá samþykki
hins löggjafaraðilans - forseta - til þess að verða lög. Forseti get-
ur hafnað að staðfesta lagafrumvarp og engin lagaleg úrræði eru
til að þvinga hann til þess. Ef hann synjar reynir á ákvæði 26. gr.
stjórnarskrárinnar og verður vikið að þeim síðar.
I 19. gr. er svo mælt að ráðherra undirriti löggjafarmál með
forseta og sú undirritun veiti þeim gildi. Nú segir í 13. gr. að for-
seti láti ráðherra framkvæma vald sitt og þá rís sú spurning hvort
með því ákvæði sé ráðherrum veitt hlutdeild í löggjafarvaldi for-
seta eða það sé jafnvel algerlega í höndum þeirra. En hér verður
að hafa í huga 2. gr. stjórnarskrárinnar þar sem einungis er gert
ráð fyrir að Alþingi og forseti fari með löggjafarvald. Hvergi er
svo mælt að forseta sé skylt að rita undir lagafrumvarp og aug-
ljóst að hann þarf ekki staðfestingu ráðherra á þeirri ákvörðun. Ef
sú væri raunin væri valdið í höndum ráðherra, ákvæði 2. gr. stjórn-
arskrárinnar stórlega villandi og 26. gr. um synjunarvaldið mark-
leysa. Að vísu verður ekki talið að ráðherra sé skylt að leggja til
við forseta að hann staðfesti lagafrumvarp, en ólíklegt er þó að
hann gangi gegn vilja meiri hluta Alþingis. Ráðherra sem staðfesti
lagasynjun forseta og gengi þannig gegn samþykkt Alþingis er
ekki líklegur til að njóta stuðnings þess. Hann yrði tvímælalaust
að víkja vegna vantrausts. Forseti hefur því sem handhafi löggjaf-
arvalds sjálfstæðar heimildir og er þar ekki á neinn hátt háður at-
beina ráðherra, enda er það í samræmi við að hann sækir umboð
sitt beint til þjóðarinnar. Öðrum kosti væri hann ekki annað en
handbendi einstakra ráðherra eða ríkisstjórnar.4 Þá er einnig ljóst
4 I frumvarpi til stjórnskipunarlaga um stjórnarskrí lýðveldisins Islands segir
meðal annars í athugasemdum við 26. gr.: „Ákvörðun um slíka staðfestingar-
synjun eða málskot til þjóðaratkvæðis tekur forseti, án þess að atbeini ráð-
herra þurfi að koma til. En ef mál er mikilvægt gæti daglega af synjuninni leitt
slíkt ósamkomulag milli forseta og ráðherra að til ráðherraskipta eða annarra
aðgerða Alþingis kæmi.“ Alþt. 1944 A, þskj. 1, bls. 15. Sama skoðun birtist í
umræðum um stjórnarskrárfrumvarpið, en þær snerust mikið um synjunar-
vald forseta, sjá Alþt. 1944 B, 24, 93-95, 99, 107-09, 111, 114, 116, 121-22,
123-25. Hvergi er á það minnzt að synjun forseta verði að ná staðfestingu ráð-