Skírnir - 01.09.1992, Page 167
SKÍRNIR STJÓRNSKIPULEG STAÐA FORSETA ÍSLANDS
429
að forseti ber ábyrgð á afleiðingum synjunar; hún gæti leitt til
árekstra við ráðherra og orðið tilefni stjórnarkreppu, en það
haggar ekki valdi hans og ábyrgð.
Viðbrögð ráðherra má marka af atburðum sem urðu við setn-
ingu laga nr. 96 24. október 1985 um kjaradóm í verkfallsdeilu
Flugfreyjufélags Islands og Flugleiða hf. Lög þessi voru sam-
þykkt aðfararnótt 24. október og fékk forseti þau í hendur til
undirritunar kl. 10.20 þann dag. Þá voru liðin tíu ár frá „kvenna-
frídeginum“ þegar konur hér á landi tóku sér leyfi frá störfum og
efndu til funda í því skyni að rétta hlut sinn í þjóðfélaginu, auk
þess sem þetta bar upp í lok „kvennaáratugar".
Þegar forseta íslands höfðu borizt gögnin tók hann sér um-
hugsunarfrest og óskaði fundar við forsætisráðherra. Þar lét for-
seti í ljós að dagsetning væri óheppileg og reifaði við hann hvort
fresta mætti undirskrift. Ekki fer frekari sögum af fundi þeirra, en
forseti undirritaði lögin kl. 13.00 þann dag. I viðtali við Morgun-
blaðið daginn eftir sagði forseti að aldrei hefði annað komið til
greina en að undirrita lögin. Hins vegar hefði það komið mjög
óþægilega við sig sem einstakling og forseta íslands að stjórnvöld
skyldu vera svo óheppin að þurfa að setja slík lög varðandi konur
á þessum degi sem fyrir tíu árum hefði vakið mikla athygli víða
um lönd og markað tímamót vegna samstöðu kvenna og skilnings
landsmanna á kjörum þeirra. Þetta hefði verið eina leiðin til að
láta landsmenn vita að sér eins og mörgum öðrum væri þessi dag-
ur einkar hugleikinn.
Viðbrögð samgönguráðherra urðu mjög hörð. Að kvöldi 24.
október lýsti hann yfir að hann hefði hiklaust sagt af sér ef forseti
hefði dregið fram eftir degi að skrifa undir og gerði ráð fyrir að
aðrir ráðherrar hefðu ekki sætt sig við lengri frest. Morgunblaðið
herra. Einn þingmaður taldi rétt að forseti væri ábyrgur gerða sinna ef hann
fengi það vald sem gert væri ráð fyrir í 26. gr. og því væri óeðlilegt að mæla
svo í 11. gr. að hann væri ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Alþt. 1944 B, 111.
Ólafur Jóhannesson: Stjórnskipun íslands, bls 129-30. Bjarni Benediktsson
víkur ekki sérstaklega að þessu í ritgerð sinni „Um lögkjör forseta íslands",
sjá Tímarit lögfræðinga 1 (1951), bls 231. Sjá einnig Björn Þórðarson: Alþingi
og frelsisbaráttan 1874-1944. Rv. Alþingissögunefnd gaf út 1951 (Saga Al-
þingis III), bls. 573 o. áfr. Sjá einnig Lúðvík Ingvarsson: „Nokkur orð um lög-
gjafann og milliríkjasamninga", síðari hluta, Morgunblaðið 26. ágúst 1992.