Skírnir - 01.09.1992, Síða 171
SKÍRNIR STJÓRNSKIPULEG STAÐA FORSETA ÍSLANDS
433
menn og veitir almenna uppgjöf saka, sbr. 29. gr.; hann getur veitt
undanþágur frá lögunum, sbr. 30. gr.
Þessi ákvæði verður að skilja með hliðsjón af 11. gr., að forseti
sé ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum; 13. gr., að forseti láti ráðherra
framkvæma vald sitt; 14. gr., að ráðherrar beri ábyrgð á stjórnar-
framkvæmdum öllum; og 19. gr., að undirskrift ráðherra undir
stjórnarerindi veiti þeim gildi. Því er ljóst að forseti getur lítt beitt
framkvæmdavaldi sínu til beinna athafna nema með atbeina ráð-
herra. Á hinn bóginn getur hann neitað að samþykkja eða stað-
festa stjórnarathöfn og þarf þá ekki atbeina neins ráðherra.8 Þetta
á þó ekki við þar sem forseta er lögskylt að framkvæma tilteknar
stjórnarathafnir, svo sem að stefna saman Alþingi eigi síðar en tíu
vikum eftir almennar alþingiskosningar, sbr. 22. gr. stjórnarskrár-
innar, 3. gr. stjórnskipunarlaga nr. 56/1991; að kalla saman Alþingi
ef ósk berst um það frá meirihluta alþingismanna, sbr. 23. gr, 4.
gr. stjórnskipunarlaga nr. 56/1991; að rjúfa Alþingi samkvæmt á-
kvæðum 4. mgr. 11. gr., sbr. 1. mgr. 79. gr. stjórnarskrárinnar.9
Ef forseti heldur fast við synjun sína, þar sem honum er ekki
lögskylt að staðfesta stjórnarathöfn, verður ekkert af fram-
kvæmdum. Hitt er annað mál að þá gæti komið til árekstra við
einstaka ráðherra og ríkisstjórn og leitt til afsagnar og ef til vill
stjórnarkreppu eins og gerzt gæti við lagasynjanir. Hugsanlegt er
einnig að ríkisstjórn gæti leitað á náðir löggjafans, en ekki er
ástæða til að velta upp öllum hugsanlegum afbrigðum sem upp
gætu komið í slíkri stöðu.
Um nokkrar tilteknar athafnir hefur forseti heimild til beinna
ákvarðana án atbeina ráðherra, sbr. forsetabréf um hina íslenzku
Fálkaorðu nr. 42/1944 og forsetabréf um starfsháttu orðunefndar
nr. 114/1945.
Forseti íslands og myndun ríkisstjórnar.
Eins og áður er tekið fram skipar forseti ráðherra, en það ákvæði
ber að skilja með hliðsjón af þingræðisreglunni, þannig að í reynd
8 Ólafur Jóhannesson: Stjórnskipun íslands, bls. 129-30.
9 Bjarni Benediktsson: „Um lögkjör forseta íslands“, bls. 231.