Skírnir - 01.09.1992, Side 172
434
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
hefur Alþingi úrslitavald um það hverjir skipa ríkisstjórn. Á hinn
bóginn hefur forseti mikið svigrúm um tilhögun starfa við stjórn-
armyndun og við ákvarðanir sínar þarf hann ekki atbeina ráð-
herra. Hér getur forseti haft mikil áhrif þrátt fyrir þær skorður
sem þingræðisreglan setur honum.
Völd eða valdaleysi forseta Islands
Þeirrar skoðunar hefur nokkuð gætt að forseti Islands sé næsta
valdalítill, ákvæði stjórnarskrárinnar um störf hans mæli einungis
fyrir um formsatriði, í reynd sé staða hans allt önnur, einungis
táknræn tignarstaða.
Ólafur Jóhannesson fer svofelldum orðum um þennan þátt:
Samkvæmt þeim stjórnarháttum, sem hér tíðkast, og stoð sína eiga í
þingræðisvenjunni og framangreindum stjórnarskrárákvæðum, eru það
ráðherrar, sem á öllum venjulegum tímum fara með valdið, og ráða
framkvæmd þeirra starfa, sem forseta eru falin í stjórnarskránni. Þátttaka
forseta í þessum störfum er að jafnaði aðeins formsatriði, sem nauðsyn-
legt er að vísu, ef athafnirnar eiga að öðlast gildi. En áhrif á efni ákvarð-
ananna hefur hann ekki. Það er hlutverk viðkomandi ráðherra að segja til
um það. En frá þessum venjubundnu stjórnarháttum geta átt sér stað
undantekningar. [...] Við óvenjulegar aðstæður er og hugsanlegt, að for-
seti neyti hins formlega valds síns í ríkari mæli en ella, án þess að slíkt
verði talið brot á stjórnskipunarlögum. Það ber að hafa í huga, að þó að
forsetastaðan sé hér á landi fyrst og fremst táknræn tignarstaða, er for-
setinn jafnframt eins konar öryggi í stjórnkerfinu, og getur komið til
hans kasta, ef stjórnkerfið að öðru leyti verður óstarfhæft.10
í tengslum við útgáfu bráðabirgðalaga segir Ólafur Jóhannes-
son þetta um völd forseta:
Samkvæmt þessu stjórnarskrárákvæði [28. gr.] er það forsetinn, sem get-
ur gefið út bráðabirgðalög, vitaskuld með atbeina og á ábyrgð ráðherra,
sbr. 19. gr. stjskr. Og í reyndinni eru það auðvitað ráðherrar, sem ráða
því, hvenær gripið er til útgáfu bráðabirgðalaga og hvers efnis þau bráða-
birgðalög eru. [...] Á síðari árum munu þess ekki dæmi, að forseti, né
10 Stjómskipun Islands, bls. 130.