Skírnir - 01.09.1992, Page 180
442
MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
En þetta varðar þjóðfélagslegt hlutverk sagnfræði eftir að hún
er orðin til og snertir dreifingu hennar til almennings, svo sem í
alþýðlegum ritum, í skólum eða fjölmiðlum. Þar er hægt að taka
undir flest af því sem Gunnar og Þorsteinn segja. Oðru gegnir
þegar hugað er að starfi sagnfræðinga sem „a rational practice"
eins og bókmenntafræðingurinn Lionel Gossman orðar það.3 Þá
verður örðugra að samþykkja það sem þeir segja vegna þess að
skoðanir beggja hafa letjandi áhrif á iðkun frjórrar, góðrar og
skemmtilegrar sagnfræði.
Gunnar heyrist mér segja: „Ég gefst upp!“ Ef markmið sagn-
fræði er að gera lífið bærilegt og sýna fólki hvað þetta er nú allt
saman ferlega skrýtið, bæði „við“ og „hinir“ í tíma og rúmi, er
engin þörf á frekari rannsóknum. Við vitum alveg nóg um sögu
mannskepnunnar nú þegar til að sýna og sanna fjölbreytileika
mannlífs í gegnum aldirnar og á jarðarkringlunni þessa stundina.
Sé menntunar- eða uppeldisgildi sagnfræði í fyrirrúmi geta fræði-
menn lagt niður störf: við þurfum ekki að vita meira, við getum
moðað úr því sem þegar er til - og Guði sé lof, þá er ekkert sem
þarf að fylgjast með framar, engin tímarit að fletta eða bækur að
lesa. Hægt verður að nota peninga sem annars færu í rannsóknir
til að efla stúdentaskipti og hefja fræðsluferðir fyrir fullorðna til
annarra landa. Jafnvel smæstu barnabækur gera sama gagn, því
eins og gamli kisi sagði við kettlinginn sem var alltaf að hrekkja
hin dýrin: „Pröv at se hvad der sker, nár du ikke forskrækker
dem!“4 Viti menn, allir urðu kurteisir og vingjarnlegir. Ef mark-
mið sagnfræðinga á að vera að gera lífið bærilegt fyrir þorra al-
mennings þarf engar sagnfræðirannsóknir. Þá skiptir ekki máli,
svo ég taki dæmi úr eigin athugunum, hvort aftökur fyrir blóð-
skömm hófust í norðurhluta Evrópu undir lok 15. aldar fyrir
áhrif frá Rómarrétti eða vegna hugmyndatengsla við trúvillu,
3 Lionel Gossman, Towards a Rational Historiograpby. The American Philoso-
phical Society, Fíladelfíu 1989, bls. 2. Orð Timothy Garton Ash í upphafi
greinar eru fengin hjá honum, bls. 68, en birtust upphaflega í Tbe New York
Review of Books 19. desember 1985.
4 Jessica Potter Broderick, Killingen Napoleon. Carlsen forlag, Kaupmannahöfn
1990 (fyrsta útgáfa 1959), bls. 21.