Skírnir - 01.09.1992, Page 182
444
MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
Það er ekki heldur rökrétt afleiðing af úreldingu sagnfræðirita
að þau séu vita gagnslaus frá upphafi og engu betri en helber upp-
spuni. Eg hef áður boðað skýra aðgreiningu skáldskapar og sagn-
fræði og endurtek: það sem einkennir rannsóknir á sögu og skilur
þær frá skáldskap er að fengist er við eitthvað sem gerðist eða
mun hafa gerst eða kann að hafa gerst, jafnvel hlýtur að hafa
gerst. Eitthvað „var“ á sama hátt og við gerum okkur á degi
hverjum grein fyrir því að eitthvað „er“ í kringum okkur: við för-
um út í búð, börnin okkar segja eitthvað alveg nýtt og síminn
hringir. Tilraunir heimspekinga og bókmenntafræðinga og ann-
arra undanfarin ár til að afnema raunveruleikann og gera hann að
engu eru fánýtar, ef ekki háskalegar.5 Það sem einkennir sagn-
fræði og aðrar fræðigreinar andspænis skáldskap er að í umfjöllun
verður ávallt að vera ljóst hver mörkin eru, hver staðan er hverju
sinni: sumt vitum við fyrir víst, annað vitum við kannski eða
næstum því, enn annað vitum við ekki en treystum okkur til að
giska, og svo framvegis. Höfundur skáldsögu hefur tilhneigingu
til að breiða yfir svona nokkuð, en í sagnfræðilegri orðræðu
verða endimörk að vera skýrt skilgreind og skorinorð. Ef ég
kemst ekki að einhlítum niðurstöðum um eitthvað sem ég veit að
skiptir máli skýri ég frá því og geri grein fyrir möguleikum, en bý
ekki til rennilega lausn og læt eins og ekkert hafi í skorist.6
Vissulega úreldist sagnfræði ekki síður en önnur hugsun, en
það er ekkert slæmt. Sum sagnfræðirit verða reyndar sígild og þá
er farið að lesa þau sem bókmenntaverk, til að mynda bækur
Gibbons og Michelets. Venjuleg sagnfræði, með öðrum orðum
5 Samanber viðvörun Gertrude Himmelfarb, „The Abyss Revisited." The
American Scholar 61 (1992), bls. 343-48.
6 Sjá ritdóm minn um bók Þórunnar Valdimarsdóttur um séra Snorra á Húsa-
felli (Reykjavík 1989) í Tímariti Máls og menningar 1990, 3. hefti, bls. 103-
110. Um þetta efni hefur verið skrifað af miklu kappi allra síðustu ár, sjá ívitn-
að rit Gossmans, en einnig Hayden White, Metahistory. The Historical
Imagination in Nineteenth-Century Europe. The Johns Hopkins University
Press 1974; sami, The Content of the Form. Narrative Discourse and Histor-
ical Representation. The Johns Hopkins University Press 1987; Kellner, Gett-
ing the Story Crooked. Language and Historical Representation. The Uni-
versity of Wisconsin Press 1989; Stephen Bann, „Analyzing the Discourse of
History.“ Renaissance and Modern Studies 32 (1983), bls. 61-84.