Skírnir - 01.09.1992, Side 183
SKÍRNIR
SANNLEIKAR SAGNFRÆÐINNAR
445
mestöll sagnfræði, gengur úr sér vegna nýrra hugmynda, nýrrar
tækni og nýrrar þekkingar. Eftir því sem tíminn líður breytist
sjónarhóllinn, jafnt fræðimanna sem lesenda. Sum rit endast leng-
ur en önnur og núna halda um það bil aldargömul rit gildi sínu
um eitt og annað, þótt betra þyki að vitna í yngri bækur og grein-
ar máli sínu til staðfestingar. Gömul sagnfræðirit halda síðan gildi
sínu sem vitnisburður um hugarfar og viðhorf, til dæmis endur-
reisnarhugsuða til Rómaveldis eða Grikkja eða íslenskra róman-
tíkera um þjóðveldið. Þetta er síður en svo harmafregn frekar en
sú (voðalega?) vitneskja að við erum dauðleg, heldur sjálfsagt,
eðlilegt og æskilegt. Annars væri sagnfræði ekki jafn spennandi
og hún er. Framvinda hennar felst í breytingum, nýjungum. Ann-
að væri stöðnun. Oll hugsun úreldist og sagnfræði sem vill gera
eitthvað af viti er einmitt hugsun, fyrst og síðast hugsun, en ekki
samantekt eða skrásetning.
Svo einfalt er það nú, en kann að hljóma illa í eyrum fræði-
manna sem ekki vilja hefjast handa eða láta neitt frá sér nema þeir
viti fyrir víst að afurðin haldi gildi sínu til eilífðar. Sættargjörð
kirkjunnar og konungs í Túnsbergi árið 1277 átti að vara „eilíf-
lega“, en var að fullu afnumin með Stóradómi árið 1564, sem líka
átti að gilda „um aldur og ævi fyrir allt fólk á Islandi, alna og ó-
borna“, en dugði til ársins 1838.7 Allt er hverfult, þar á meðal
sagnfræði, en sagnfræðingum þurfa ekki að fallast hendur þess
vegna. Líkt og Gunnar hafna ég kröfunni um að niðurstöður
sagnfræði eigi að vera algild sannindi, en dreg ekki þá ályktun að
þær séu engin sannindi eða marklaus sannindi. Gunnar gleymir
ýmsu sem býr þar á milli og flestir sagnfræðingar fást við: að setja
einstök atriði í stærra samhengi eða bera saman þróun hér og þar,
án þess að ætla sér að segja allan sannleikann eða tæma málið al-
gjörlega, hvað þá að komast að niðurstöðu um almenna eiginleika
eins fyrirbæris í heild (til dæmis byltinga sem slíkra þótt fjallað sé
um tiltekna byltingu). Þannig getur sagnfræðingur fengist við
hugmyndina um dauða Guðs í skilningi Nietzsches og tengt hana
við umfangsmiklar hræringar í hugarheimi hugsandi manna frá
7 íslenskt fornbréfasafn, Kaupmannahöfn 1893, II, bls. 150, og XIV, bls. 272.