Skírnir - 01.09.1992, Blaðsíða 186
448
MÁR JÓNSSON
SKÍRNIR
sannleiki setninga ræðst af samhengi þeirra við annað sem við
höfum fyrir satt, án þess endilega að vera í vafalausu sambandi
við þann raunveruleika sem þær telja sig lýsa.12
Gunnar og Þorsteinn virðast báðir vera þeirrar skoðunar að
annað hvort segi maður algildan (og þá ósnertanlegan) sannleika
eða maður segi alls ekki satt. Ymist er það sem hægt er að segja
sannleikann um eitthvað sem engu máli skiptir (Gunnar) eða þá
að sannleikinn verður aldrei höndlaður (Þorsteinn). Hvort
tveggja eru slæmir og engan veginn hvetjandi kostir fyrir starf-
andi sagnfræðinga. Ég myndi því vilja snúa aðeins upp á vanda-
málið og hætta að meta sagnfræði á kvarða algilds-ógilds sann-
leika, en spyrja þess í stað: hvernig segir sagnfræði satt? Ollu
heldur: hvað getur hún talað um af viti? Hugtakið „sannleiki" á
ekki að vera aðalatriðið, miklu frekar ætti að tala um “sannleika"
í fleirtölu og þeim skilningi að margskonar sannindi koma fram í
sérhverri umfjöllun eða orðræðu, auk þess sem umfjöllun á fyrst
og síðast að vera leikur (en í alvöru) að hugmyndum og mögu-
leikum; allt í því skyni að komast sem næst því að segja eitthvað
markvert um raunveruleikann.
Gæta verður að því að ótal gerðir eða tegundir eru ti! af sann-
leika, samanber orð hollenska heimspekingsins Veldhuysen um
1680: „Verum duplex est: unum metaphysicum, altorum morale.“13
Sá frumspekilegi varðaði samsvörun við hlutina („conformitate
cum re“), en sá siðferðilegi væri eitthvað í líkingu við setninguna:
„það er æskilegt að menn séu umburðarlyndir." Getur það verið
markmið sagnfræðinga að komast að því eða sýna að allir eigi að
vera umburðarlyndir? Ég tel að svo sé ekki, en það gæti hins veg-
ar verið hvati þess yfirhöfuð að stunda rannsóknir, alveg eins og
það gæti hvatt fólk til að skrá sig í Amnesty International. Sið-
ferðileg sannindi eru þar af leiðandi ekki það sem sagnfræði fæst
við. Hún fæst við frumspekileg sannindi í víðustu merkingu þess
orðs. Og sú tegund er æði flókin, of flókin til þess að ég ráði við
að gera henni skil: fullyrðingin A=A er nauðsynlega sönn, aðrar
12 Sbr. Stuart Hampshire, Spinoza, þriðja útgáfa. Penguin Books, Harmonds-
worth 1987, bls. 83-86 (fyrsta útgáfa 1951).
13 Lambert van Veldhuysen, Opera omnia. Rotterdam 1680, bls. 883.