Skírnir - 01.09.1992, Page 189
GREINAR UM BÆKUR
GUÐRÚN ÁSA GRÍMSDÓTTIR
Harðar saga
°g uppsprettur íslenskra örnefna
Islenzk fornrit XIII. bindi.
Harðar saga.
Þórhallur Vilmundarson
og t Bjarni Vilhjálmsson gáfu út.
Hið íslenzka fornritafélag,
Reykjavík 1991.
HARÐAR SAGA sem gefin var út í Reykjavík haustið 1991 er þrettánda
bindi Islenzkra fornrita, þykkast allra útkominna binda í ritröðinni og
geymir fjórar fornsögur: Harðar sögu, Bárðar sögu, Þorskfirðinga sögu
og Flóamanna sögu og ennfremur níu þætti: Þórarins þátt Nefjólfssonar,
Þorsteins þátt uxafóts, Egils þátt Síðu-Hallssonar, Orms þátt Stórólfs-
sonar, Þorsteins þátt tjaldstæðings, Þorsteins þátt forvitna, Bergbúa þátt,
Kumlbúa þátt og Stjörnu-Odda draum. Fyrir sögum og þáttum fer for-
máli Þórhalls Vilmundarsonar prófessors á 228 síðum og skýringar hans
neðanmáls fylla drjúgan hluta megintexta bókarinnar á 481 síðu. Bjarni
Vilhjálmsson þjóðskjalavörður var kominn áleiðis með að búa Bárðar
sögu til þessarar útgáfu, en var burtkallaður úr heimi í miðju verki. Þór-
hallur gekk því endanlega frá texta Bárðar sögu sem öðru í þessu bindi.
í formála er gerð grein fyrir varðveislu sögutextanna, rakin tengsl
þeirra að efni og orðfæri við aðrar sögur og að venju greint hið helsta
sem um þá hefir verið ritað. Veigamestu hlutverki í formála þessa bindis
(hér á eftir nefnt 7/ XIII) gegna annarsvegar kaflar um munnmæli, ör-
nefni, þjóðhætti og fornminjar og hinsvegar kaflar um aldur, heimkynni
og höfunda. I þessum köflum ber hæst hugmyndir Þórhalls Vilmundar-
sonar um gildi örnefnaskýringa í sögunum og um tilurð sagna og þátta
og er oft vísað í þessa kafla í skýringum neðanmáls við sögutexta. I for-
mála eru ágætar skrár yfir helstu atriði í þjóðháttalýsingum í hverri sögu
(sjá t.d. s. xli-xliii, xcviii, cxxix, clvi). Bindinu fylgja að venju ættaskrár
helstu sögupersóna, vönduð nafnaskrá með efnisatriðum og að lokum
uppdrættir er sýna sögusvið í mishæðóttu og árskornu landi.
Formáli og skýringar í If XIII bera sterkt mót hugðarefna og lífsstarfs
Þórhalls Vilmundarsonar. Hann er forstöðumaður Örnefnastofnunar
Skírnir, 166. ár (haust 1992)