Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.09.1992, Síða 192

Skírnir - 01.09.1992, Síða 192
454 GUÐRÚN ÁSA GRÍMSDÓTTIR SKÍRNIR löngu er fram komin, að Styrmir fróði Kárason sem síðustu æviár sín var príor í Viðey (d. 1245) hafi samið frumgerð Harðar sögu. Síðan er rakinn skyldleiki með atburðum á samtíð Styrmis og atvikum í Harðar sögu og er megináhersla lögð á líkindi með frásögn í Sturlunga sögu af því er menn Sturlu Sighvatssonar voru í Geirshólma í Hvalfirði og drógu þar að föng og öfluðu heldur með harðindum til (Sturlunga saga I, Rvk. 1946, s. 407, 419), og hinsvegar frásögn Harðar sögu af setu Hólms- manna í Geirshólmi og ferðum þeirra í land er þeir rændu og hjuggu fé bænda. Þórhallur spyr að því búnu hvort raunverulegir atburðir hafi orðið kveikja meginefnisatriðis Harðar sögu (s. lii) og svarar með því að rekja í þrettán liðum líkindi með völdum atriðum úr ævi og örlögum þeirra Harðar Grímkelssonar og Sturlu Sighvatssonar eftir því sem frá Herði segir x sögu hans og frá Sturlu í Islendinga sögu Sturlu Þórðarsonar í Sturlunga sögu. Samanburður Þórhalls sver sig í ætt við aðferðir Barða Guðmundssonar sem var slyngur samanburðarmaður á Islendingasögur og Sturlungu. Þessir sagnaflokkar liggja vel við slíkum samanburði sök- um þess að skammt er í milli þess að hver saga er samin, sögusviðið er líkt með þeim og sögurnar eru orðfáar og frásagnarverðir atburðir fáir. Samanburðarefni í ævi Sturlu og Harðar eru því hin sömu og í fjölmörg- um öðrum fornsögum: fræknir fóstbræður hljóta göfugt gjaforð og eiga í erjum við frændur og mága; utanferðir og óaldarflokkar koma við sögu og konur sem eggja til hefnda uns hetjurnar falla með sæmd undir sögu. Þórhallur getur þess til að Styrmir hafi haft samtímaviðburði og sam- tímamenn að fyrirmynd í Harðar sögu en jafnframt sótt efni annarstaðar að, m.a. í örnefnasagnir í Hvalfirði og önnur munnmæli, en bætir þó við að allt eins sé víst að Styrmir príor hafi spunnið upp sagnirnar sjálfur þar sem hann sat á ævikvöldi í Viðeyjarklaustri og að honum þyrptust per- sónur og atburðir liðinna ára (s. lxvi). Og Þórhallur heldur áfram og skýrir mörg örnefni Harðar sögu út frá landslagi uns sagan verður fræði- lega að „lygisögu" einsog Halldór Kiljan Laxness kallaði hana í saman- tekt um útilegumenn sem hann ritaði árið 1948 (Reisubókarkorn, Rvk. 1950, s. 234, sbr. TfXIII, s. xxiv, lii). Vissulega eru líkindi með frásögnum af setu Hólmverja og manna Sturlu Sighvatssonar í Geirshólmi og það sjónarmið sannfærandi að höf- undur Harðar sögu (Styrmir Kárason?) hafi verið gagntekinn af söguleg- um atburðum á fyrra helmingi 13. aldar. En ef reynt er að greina kjarna söguefnis Harðar sögu og jafnframt samfélagssýn sögunnar frá hinum ytri atburðalýsingum, sýnist harla lítið samanburðarefni við æviferil hér- aðshöfðingjans Sturlu Sighvatssonar sem barðist til landstjórnar á íslandi öllu og hafði líklegast til þess vilja Noregskonungs, en féll í orrustu fyrir keppinautum sínum í gerði þar sem heitir á Orlygsstöðum í Skagafirði sumarið 1238. Harðar saga er aftur á móti saga um flokk sekra illvirkja og óskilamanna sem settust að í sæbröttum hólma í Hvalfirði og rændu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.