Skírnir - 01.09.1992, Síða 193
SKÍRNIR
HARÐARSAGA
455
fé byggðamanna og fluttu slátrið á ferju útí hólmann - sem var víður sem
stöðulgerði - en bændur lögðu fund undir stjórn héraðshöfðingja og
ráðguðust um að fara að vændismönnum þessum. Fór svo að þeir urðu
allir unnir, Hólmsmenn, og þeirra síðastur var Hörður Grímkelsson
veginn sem hann hljóp til fjalls. Þórhallur bendir með réttu á að Harðar
saga eigi efnislega samleið með skógarmannasögunum Grettis sögu og
Gísla sögu (s. xxiii) og hallast jafnvel að því að eldri gerð Harðar sögu
hafi um sumt verið fyrirmynd Grettis sögu (s. xxvi, lxvii). Á sama hátt
bendir Vésteinn Ólason á líkindi með Sturlungu og Egils sögu þegar
hann segir í grein í Andvara: „Örlög glæsimennisins Sturlu Sighvatsson-
ar eiga sér hliðstæðu í örlögum Þórólfs Kveldúlfssonar" (1991, s. 57).
Stirt er mér hinsvegar að sjá líkindi með örlögum konungsmannanna
Þórólfs og Sturlu og útlaganna Grettis og Gísla og Harðar.
Raunar segir af mönnum af tagi útlaganna í Sturlunga sögu (Sturlu
sögu) einsog Halldór Laxness benti á í fyrrnefndri samantekt um úti-
legumenn. Sturlu saga nefnir Geir Þóroddsson, hann var sonur Þórdísar
hinnar lygnu göngukonu en í föðurætt afkomandi Ásmundar á Bjargi,
föður útlagans Grettis. Geir „var inn mesti óaldarmaðr, stulda maðr ok
útilegu" (Sturlunga saga I, 69) og hélt föruneyti með Víðkunni nokkrum
er gerðist „óráðamaðr mikill“ og hinn þriðji er nefndur Þórir, gerðu þeir
saman „margt illt“ og voru í ýmsum stöðum í Saurbæ, á Staðarhóli eða
að Brunná eða í Tjaldanesi. í Sturlu sögu eru þessir menn nefndir vænd-
ismenn (Sturlunga saga I, s. 70) og er sama orð haft um Hólmverja (kap.
32), annars er að sjá af Orðstöðulyklum Islendingasagna, Sturlungu og
Heimskringlu að orðið sé sjaldhaft. Héraðsmenn sóttu að þeim Geir í
flokkum, festu Geir upp en Víðkunnur var höggvinn. Sagnir af þessu
föruneyti sem var í Saurbæ eftir miðja 12. öld eru líklegar til þess að hafa
lifað öld síðar í nágrannabyggðum meðal sögufróðra manna sem þá settu
saman skógarmannasögur og störfuðu líklega á vegum héraðshöfðingja
þeirra er skyldu hafa forystu fyrir byggðarmönnum gegn illvirkjum. I
þessu samhengi er athyglisvert að ofannefndur Geir í Sturlu sögu er
sagður sonur göngukonu og að því leyti svipar þeim saman Geir og
Helga Sigmundarsyni í Harðar sögu sem var sonur húsgangsmanna (kap.
9), tryggur fylgdarmaður Harðar Hólmverjakappa (36. kap.) og örlaga-
valdur, því að það dró Hörð og fleiri menn til bana að Helgi vá sveininn
Sigurð Auðsson að stóðrekstri eftir því sem segir í Harðar sögu (21.
kap.).
Saga Hólmverja og hin fáorða frásögn Sturlu sögu af Geir og föru-
neyti hans virðast mér sagðar út frá sjónarhóli bænda og styðja málstað
þeirra gegn óskilamönnum og illvirkjum. Söguefni beggja lúta að þeirri
hættu sem í raun vofði yfir í strjálbyggðum sveitum þar sem byggðar-
menn voru varnarlitlir fyrir á bæjum og búfé dreift um haga, en göngu-
menn og útilegu á reiki og annað veifið drógu höfðingjar saman lið og
fóru um sveitir; stundum var þá mörgu rænt svo sem frá segir í Sturlunga