Skírnir - 01.09.1992, Síða 196
458
GUÐRÚN ÁSA GRÍMSDÓTTIR
SKÍRNIR
sem var í „frumgerð Landnámu" (sjá Islenzk fornrit I, Rvk. 1968, s. 395,
397; sbr. Jón Jóhannesson, Gerðir Landnámabókar, Rvk. 1941, s.
213-214). Og í þessu samhengi má nefna að á einum stað í Islendinga
sögu (sem hiklaust er eignuð Sturlu Þórðarsyni) þar sem segir af skærum
Miðfirðinga og Víðdæla er smásaga sem skýrir örnefnin Þorsteinsstígur
og Girðinefsgata á keimlíkan hátt og sum örnefni eru skýrð í Landnámu
og Islendinga sögum (Sturlunga saga I, Rvk. 1946, s. 263).
í formála íf XIII er hinsvegar sjaldan vikið beinlínis að örnefnasögum í
Landnámu. Á einum stað (s. cxxvii) segir þó að hætt sé við að nöfn ým-
issa landnámsmanna og afkomenda þeirra á slóðum Þorskfirðinga sögu
sem getið er í Landnámu séu lesin út úr örnefnum og nefnd nokkur
dæmi. Og þar sem rætt er um Landnámukafla Flóamanna sögu segir að
þar sem örnefni eru tengd mönnum og atburðum kunni stundum að vera
um alþýðlegar örnefnaskýringar að ræða (s. clvi, 238).
Örnefnasögur Landnámu hljóta að vera grundvöllur skilnings á ör-
nefnasögum í Islendingasögum, ekki síst þeim sögum sem með einhverj-
um hætti má tengja við sömu menn og teljast viðriðnir ákveðnar gerðir
Landnámu. Sum örnefni í Landnámu sýnast mér líkleg til þess að vera
tilbúningur Landnámuhöfunda í þágu forstjóra héraða og jarðeigenda,
en nöfn gegna sem kunnugt er þýðingarmiklu hlutverki í stjórnsýslu og
eignarhaldi. Nefna má sem dæmi sögn í Landnámu (sama sögn er raunar
einnig í 11. kap. Grettis sögu) af sonum Herröðar hvítaskýs er námu
land á Ströndum; Eyvindur nam Eyvindarfjörð, Ófeigur Ófeigsfjörð og
Ingólfur Ingólfsfjörð. Sökum landþrengsla, hrjóstra og hafkulda hefir
Eyvindarfjörður víst alltaf verið mannlaus, en sökum héraðsstjórnar hef-
ir verið þörf á að hver fjörður héti nafni og jafnframt hafa nöfn á kenni-
leitum gert mönnum hægara um ferðir um þessar slóðir. Enn má telja að
skaplegra hafi verið að bægja útlögum frá að setjast að í eyðifjörðum hafi
þeir nefnst nöfnum og tengst byggðum með sögu.
Áður en Þórhallur hefst handa við örnefnaskýringar í Harðar sögu á-
lyktar hann að oft sé þar um að ræða „alþýðlegar örnefnaskýringar
(folkeetymologi)“ (s. xxx) og víðar í greinum hans verður þessa hugtaks
vart án nánari skilgreiningar. Nú skilst mér að ekki séu fræðimenn á eitt
sáttir um hugtakið „folkeetymologi" í örnefnaskýringum. Til að mynda
segir í nýkomnu doktorsriti Vibeke Dalberg, Stednavneœndringer og
funktionalitet (Kh. 1991) að örnefnatúlkanir miðaldamanna og einkum
túlkanir lærðra manna á 16. og 17. öld, sem ekki hafa staðist vísindalega
prófun nútíðarinnar, kallist nú „lærde folkeetymologier" (s. 18). Margar
örnefnasagnir í fornsögum okkar sýnast falla ágætlega undir það að vera
íþrótt lærðra manna síns tíma, iðkuð víða um heim frá fornu fari. Al-
kunna er að nafngift Rómaborgar er skýrð með sögninni um bræðurna
Rómúlus og Remus og hliðstæð dæmi eru víst fleiri. Eitt slíkt er að lesa í
Stjórn, norrænni biblíuþýðingu eftir hálærða menn, þar sem segir í hand-