Skírnir - 01.09.1992, Page 199
SKÍRNIR
HARÐARSAGA
461
auðskilin þeim sem setið hefir erlendis í sæld, en ekki dreymt annað vak-
inn og sofinn en hreggbarin fjöll úti á Islandi. Þess má ennfremur minn-
ast í þessu samhengi að menn ætla að Islendingar hafi haft einhver tengsl
við Grænland á miðöldum og þótt lítt sé um þau vitað hljóta þau á ein-
hvern hátt að koma heim við söguefni Flóamanna sögu og Bárðar sögu
og kunna að geta skýrt ofannefnda vísu Helgu á eðlilegri og raunsannari
hátt en jarðaágirnd Helgafellsmanna.
í formálanum segir að höfundur Bárðar sögu hafi „að verulegu leyti
lesið persónur og atburði sögunnar út úr örnefnum“ (s. lxxxii) og þeirri
spurningu hvort Bárður Snæfellsáss sé sannsöguleg persóna er svarað
með þeirri tilgátu að nafn Bárðar muni sótt í örnefni á Snæfellsnesi.
Verða þá fyrir Járnbarði, sem er heiti á hraunálmum beggja vegna
Dritvíkur, og Barðaklif og Barðaflöt þar í hrauninu. Til þessara nafna er
ætlun Þórhalls að heiti Bárðar sé sótt, og hugmyndin um yfirnáttúrulega
mannveru sem kom að landi í víkinni milli Barðanna sé sótt í
steinnökkva í fjöruborðinu, langan og mjóan klett sem á nútíð kallast
Bárðarskip. í hraunskoru í búðatóftum í Dritvík þar sem sér á
steinnökkvann fyrir miðri vík en um öxl upp á eina jökulþúfu Snæfells-
jökuls finnur Þórhallur staðinn þar sem kviknaði hugsunin um Bárð er
kom af hafi og hvarf í jökulinn og varð að kjarna í sögn sem hlóð síðar
utan á sig efni úr ýmsum áttum, m.a. sögunni um Mikjál erkiengil sem
var bjargvættur fjallfara og mörg fjöll í Evrópu eru helguð. Dregur Þór-
hallur fram skemmtilega hliðstæð atriði í Mikjálssögninni og lýsingu
Bárðar.
Hugmyndin um Bárð kann vissulega að hafa kviknað af örnefnum á
láglendi með mönnum lærðum á útlendar helgisögur. En sá sem gengur á
jökulinn þegar þúfurnar vaða uppúr skýjum þar efra og skín á sól getur
gjörla séð móta fyrir björtu, stórskornu andliti undir klakabörðum og
látið sér til hugar koma að fyrri menn hafi viljað treysta því að í jöklin-
um byggi vættur sem í senn væri leiðarmerki þeirra er fóru Jökulháls í
misjöfnu og dygði einnig þeim sem reru til fiskjar undir Jökli á litlum
bátum og höfðu ekki annað að reiða sig á en eigið hyggjuvit og trú.
Bárðar saga hefir notið alþýðuhylli sem sést af því hve hún er til í mörg-
um handritum. Kannski er ástæða fyrir vinsældum hennar sú að ver-
menn hafi sótt traust í söguna um Bárð, vin Ingjalds í skinnfeldi, sem
flutti Ingjald heilan heim þegar hann hafði týnt önglunum sínum og veð-
ur gerði sterkt og myrkt. Bárður hefir áreiðanlega verið í raun heitguð
þeirra manna undir Jökli sem öldum saman sóttu viðurværi sitt og sinna
eftir leiðarmerkjum í landslaginu og hin bjarta ásýnd jökulsins vísaði
þeim veg heiman og heim. Þegar þessi hlið sagnarinnar um Bárð er höfð í
huga er vant að sjá að ástæða sé til að leita upphafs hennar í örnefnum og
horfa í þeirri leit framhjá ótta og vonum manna í því samfélagi sem sagan
er sprottin úr.