Skírnir - 01.09.1992, Page 203
SKÍRNIR
EINN HRING - ANNAN HRING
465
um Ólaf helga eilífan konung. í Lykilbók eru einnig prentaðir nokkrir
fræði- og gamantextar frá miðöldum sem liggja Heimskringlu á einhvern
hátt nærri og hafa sumir þeirra verið lítt aðgengilegir almennum lesend-
um hingað til. Þar eru t.a.m. nokkrir kaflar úr tveimur norskum ritum
sem lýsa sýn heimamanna til ýmiss þess sem Heimskringla greinir frá.
Annars vegar er latínuritið Historia Norvegiae (Saga Noregs) í nýrri
þýðingu Jakobs Benediktssonar, en þar er m.a. sagt frá legu, umhverfi og
byggð Noregs. Hins vegar er Hirðskrá sem skýrir frá hirðsiðum og rétt-
indum og skyldum hirðmanna Noregskonungs. Það rit minnir því um
leið á stöðu Snorra sem skutilsveins, lends manns og jafnvel jarls við
norsku hirðina, Aftast eru svo ýmiss konar skýringarmyndir, landakort,
ættartölur, nafnaskrár og orðskýringar. Allt þetta efni eykur óneitanlega
mjög gildi útgáfunnar og færir lesandann nær veröld Heimskringlu.
Frá handritum tilprentunar
Tvö eintök prentaðrar Njálu geta verið nákvæmlega
eins, en tvær skrifaðar Njálur eru einlægt mismunandi ...3 4
íslenskar miðaldabókmenntir eru frábrugðnar nútímabókmenntum m.a.
að því leyti að upprunalegur texti þeirra liggur sjaldan ljós fyrir. Frumrit
höfunda eru nær undantekningarlaust glötuð svo að eftir standa einungis
uppskriftir eða uppskriftir af uppskriftum sem oft eru mörgum áratug-
um ef ekki öldum yngri en frumritin og geta verið ærið frábrugðin hver
annarri að efni og orðalagi. Frá þessu er Heimskringla Snorra Sturluson-
ar engin undantekning. Hún er talin sett saman um 1230 en hefur ein-
ungis varðveist í uppskriftum frá 14. öld og síðar ef undanskilið er eitt
blað úr skinnhandritinu „Kringlu" frá 1250-1260 sem brann að öðru
leyti í Kaupmannahöfn 1728. Áður hafði það þó verið afritað nokkrum
sinnum og byggja flestar síðari tíma útgáfur á þeim textum. Önnur
handrit eru fremur notuð til að fylla í eyður Kringluafritanna eða leið-
rétta þau.
Heimskringla hefur aðeins einu sinni birst í vísindalegri útgáfu og
stóð Finnur Jónsson fyrir henniý Þrátt fyrir vissa ónákvæmni gefur sú
útgáfa ennþá bestu yfirsýn um handrit sagnanna og þá fjölmörgu les-
hætti sem hafa sjálfstætt gildi. Þegar undanskildar eru augljósar les- og
ritvillur er munur þeirra í langflestum tilvikum mál- og stíllegur, þ.e.
liggur í því hvaða orð og orðasambönd einstaka skrifarar hafa valið og
3 Jón Helgason. Handritaspjall. Reykjavík 1958, 106.
4 Snorri Sturluson. Heimskringla I-IV. Kobenhavn 1893-1901.