Skírnir - 01.09.1992, Page 205
SKÍRNIR
EINN HRING - ANNAN HRING
467
með miklum veg og þó eigi allir
með jafnmiklum, en einn myndi
sá af hans ætt koma er öllum
myndi meiri og æðri, og hafa
menn það fyrir satt að sá lokkur
jartegndi hinn helga Ólaf kon-
ung. (íslenzk fornrit XXVI, 91)
löndum ráða með miklum veg
og þó eigi allir með jafnri frægð,
en einn mundi sá af hans ætt
koma er öllum mundi meiri og
frægari. Og hyggja menn það að
sá lokkur jarteini hinn helga
Ólaf konung. (55)
Að lítt athuguðu máli virðist ekki ástæða til að efast um að ritstjórar
nýju útgáfunnar hafi tekið skynsamlega stefnu við val á megintexta enda
styðjast þeir þar við nýjustu handrita- og textarannsóknir, m.a. doktors-
rit Jonnu Louis-Jensen.7 Almennt gefur útgáfan því væntanlega skýrari
mynd en fyrri útgáfur af þeim hugmyndum sem nú teljast réttastar um
bestu gerð Heimskringlu. Hins vegar má deila um það hvort textinn hafi
alltaf batnað sem listræn eða rökleg heild. I þeim efnum „ætti girnileg
þrætuefni síst að skorta“, svo gripið sé til orðalags útgefenda þar sem
þeir greina frá meðferð sinni á kveðskap verksins (III, xc). Sjálfir benda
þeir t.d. á einn stað þar sem val leshátta skiptir sköpum fyrir túlkun frá-
sagnarinnar og taka það meira að segja fram að leshátturinn sem þeir
hafna „kemur vel heim við þá frásögn sem í kjölfarið fylgir" (III,
lxxxvii).
I framhaldi af þessu má geta annars staðar sem dæmis um það hvern-
ig stíll Heimskringlu hefur stundum sett ofan. Sá er í upphafi Hálfdanar
sögu svarta og segir frá atburðum þegar Hálfdan var veturgamall: „Ása
móðir hans fór þegar með hann vestur á Agðir og settist þar til ríkis á
Ögðum þeim er átt hafði Haraldur faðir hennar“ (51). Hér er fylgt texta
Fríssbókar í einu og öllu8 og ekki skirrst við að birta tugguna „á Agðir
[...] á Ögðum þeim“. I útgáfum þeirra Finns og Bjarna er allt mun slétt-
ara og felldara: „Ása móðir hans fór þegar með hann vestur á Agðir og
settist þar þegar til ríkis þess er átt hafði [Haraldur; B.A.] faðir hennar.“
I tilvikum sem þessum hljóta áhugasamir lesendur að sakna þess að
orðamunur er ekki tilgreindur. Um það er þó ekki að fást í útgáfu sem
þessari og út frá þeim forsendum sem ritstjórar nálgast verk sitt á texti
þeirra vafalaust rétt á sér. Auðvitað verður seint skorið úr öllum álita-
málum og svo má endalaust deila um fegurð máls og stíls. En um leið
verður ekki alveg horft framhjá þeim möguleika að villur kunni að hafa
slæðst inn í handrit og handritsgerðir, jafnvel þar sem besta textann er
yfirleitt að finna. Því sé stundum nauðsynlegt að lesa í málið eða víkja að
7 Jonna Louis-Jensen. Kongesagastudier. Kompilationen Hulda - Hrokkin-
skinna. (Bibliotheca Arnamagnæana XXXII.) Kobenhavn 1977.
8 Sbr. Codex Frisianus. Udg. C.R. Unger. Christiania 1871, 33.