Skírnir - 01.09.1992, Síða 208
470
ÞÓRIR ÓSKARSSON
SKÍRNIR
punktinn á skakkan stað og að eðlilegra hefði verið að hefja seinni máls-
greinina á: „Og að eigi mætti ofsi steypa lögunum gerði hann sjálfur sak-
tal“. Sú skipting á allt eins rétt á sér samkvæmt lestrarmerkjum (punkt-
um) í handritum, auk þess sem hún eyðir vandræðalegri tengingu setn-
ingarliða í fyrri málsgreininni.
Þegar litið er sérstaklega á vísur Heimskringlu vakna einnig ýmsar
spurningar og álitamál. Þar ber í fyrsta lagi að nefna sláandi ósamræmi í
orðmyndum og rithætti orða sem virðist að hluta til stafa af því að mis-
ræmi í handritum er látið standa en að hluta til af viðleitni útgefenda til
að halda aðalhendingum dróttkvæða óröskuðum (eða ítreka að um skot-
hendingar sé að ræða?). Þetta veldur því að fjölmargar tvímyndir orða
koma fyrir, svo sem drottinn og dróttinn, minn og mínn, þig og þik, var
eg og vask, og og ok.
Hér má spyrja hvort ekki hefði verið ástæða til að samræma meira -
og seilast þá fremur til fornu orðmyndanna; ósamræmið við lausa málið
er hvort eð er svo mikið. Það stingur a.m.k. óneitanlega í augu að lesa
„Hverr eggjar þig, harri" í einni vísu (574) en „Hver eggjar þig höggva“ í
þeirri næstu (575). Væntanlega er það hins vegar stafvilla þegar prentað
er Hafursfirði (72) en ekki Hafrsfirði (71), enda taka útgefendur fram að
„innskotshljóðinu -u sem kom inn í endingar ýmissa orða á 14. öld [sé]
hvergi aukið í vísurnar“ (III, xc). I tengslum við þetta má geta þess að
aukin samræming hefði væntanlega einnig orðið til hagsbóta fyrir hrynj-
andi kveðskaparins sem verður stundum býsna laus í reipunum. Val út-
gefenda á leshætti (heitast en ekki atlast eins og sum handrit hafa) veldur
því hins vegar að stuðlasetning riðlast illilega í einni af Bersöglisvísum
Sighvats Þórðarsonar:
Hætt er það, er allir heitast,
áðr skal við því ráða, (575)
Á móti þessari aðfinnslu gætu útgefendur reyndar stefnt orðum sínum
úr „Inngangi“: „Ekki er reynt að færa vísurnar í „upprunalegt" eða
„rétt“ horf enda þótt ljóst sé að þær séu misvel varðveittar. Texta helstu
handrita Heimskringlu er fylgt, sé unnt að skýra hann“ (III, xc). Þetta
eru að sönnu sjálfsögð vinnubrögð og ólíkt eðlilegri en stundum hafa
tíðkast í fornritaútgáfum. En þarf ekki líka að taka tillit til annarra þátta,
svo sem þess að vísur Sighvats eru þekktar fyrir allt annað en „braglýti" ?
I þessu tilviki mæla líka sum önnur handrit beinlínis gegn leshættinum.
Reyndar má einnig deila um það hvort alltaf sé hægt að fá eðlilegt
samhengi í vísur Heimskringlu sé fylgt lesháttum útgefenda. Hér má t.d.
geta einnar vísu Haraldskvæðis Þorbjörns hornklofa þar sem útgefendur
hafa kosið lesháttinn „allvaldr Austmanna" en ekki „allvalds Aust-
manna“ líkt og flestir aðrir útgefendur. Þetta hefur það í för með sér að
orðin standa hálfvegis utan gátta. Helst væri að skilja þau sem ávarp