Skírnir - 01.09.1992, Page 209
SKÍRNIR
EINN HRING - ANNAN HRING
471
skáldsins til konungs þótt slíkt sé hálfvandræðalegt enda virðast ritstjór-
ar ekki gera það í skýringum sínum:
Freistuðu hins framráða,
er þeim flýja kenndi,
allvaldr Austmanna,
er býr að Utsteini. (72)
Þeir agnúar sem hér hafa verið tíndir til eru auðvitað engin talandi dæmi
um almenna meðferð texta í Heimskringluútgáfunni. Þar er óneitanlega
margt vel gert eins og líka var von að. Agnúarnir ættu hins vegar að
varpa nokkru ljósi á vanda þeirra sem standa að lestrarútgáfum íslenskra
fornrita. Þar þarf bæði að marka sér skynsamlega (og sveigjanlega) stefnu
og flýta sér hægt. Raunar bendir margt til þess að hraðinn hafi verið full
mikill við þessa útgáfu og að skammt hafi verið til jóla á 750. ártíð
Snorra þegar farið var yfir textann í síðasta sinn. Þar má t.a.m. nefna staf-
villur í „Inngangi": „Jón Loftsson er í latneskum brotum af Þorláks sögu
hallaður princeps patriae" (III, lviii); „hve langt armur konungsvaldsins
geta teygt sig“ (III, lxiii). I vönduðum vinnubrögðum nær þessi útgáfa
því tæpast að skáka 40 ára gamalli útgáfu Bjarna Aðalbjarnarsonar.
En hvernig gengur nútímamönnum svo að lesa 13. aldar rit eins og
Heimskringlu? Ef marka má umsagnir sænskra bókmenntagagnrýnenda
um nýju Heimskringluþýðinguna þar í landi verður knappur stíll Snorra
fráleitt talinn gamaldags. Þar er hann ýmist sagður minna á harðsoðinn
stíl nútímaskáldsagna eða daglegar blaðafréttir af stríðsátökum í
Júgóslavíu og Miðausturlöndum. Ritstjórar íslensku útgáfunnar grípa
einnig til orða sem eru oft notuð við að lýsa nútímatextum þegar þeir
segja að Heimskringla sé „margradda í frásögnum, ísmeygileg í mannlýs-
ingum og kveðskap“ (I, ix). Á þennan hátt virðist verkið eldast furðu vel
og sjálfsagt finnur enginn að því nú á dögum hve Snorri leggur litla
áherslu á sálarlífslýsingar en er þeim mun meira „interesseraður firir því
ef einhver konúngur gefur manni frakka eða hríng“.9
Við þetta bætist svo að texti Snorra er yfirleitt ekki torskilinn ef
kvæðin eru undanskilin. Þar koma engu að síður fyrir allmörg orð sem
eru líkleg til að vefjast fyrir almennum lesendum. Til þess að koma til
móts við þá eru prentaðar í Lykilbók skýringar á um 3000 orðum og
orðasamböndum. Þessi orð ná til fornra hluta og fyrirbæra (Ánasótt,
bakkakólfur, mjöðdrekka, refsiþing), erlendra tökuorða og slettna (pallí-
um, plenarium, pólutir, purtreaður), eða orða sem eru á einhvern hátt
óvenjuleg (baraxlaður, bákna, mjörkvaflaug, sjónhannar).
9 Halldór Laxness. Sbr. Peter Hallberg. Vefarinn tnikli II. Reykjavík 1960, 46.