Skírnir - 01.09.1992, Side 210
472
ÞÓRIR ÓSKARSSON
SKÍRNIR
Val orða í orðasafn sem þetta hlýtur alltaf að vera háð vissum tilvilj-
unum og rúmsins vegna er hætt við að seint verði uppfylltar kröfur allra.
Meðal þeirra nafnorða sem gjarna hefði mátt gera grein fyrir eru norska
orðið „tannar(i)“ (502) í merkingunni „smáspýta", „sáluhús“ (439) í
merkingunni „sæluhús" og „orðtak" (404) í merkingunni „orðaskipti".
Meðal sagna sem vantar má hins vegar nefna „hræra“ (502) í merking-
unni „hreyfa“, „svala“ (349) í merkingunni „að vera kalt“ og „volka“ í
huganum (500) í merkingunni að „velta einhverju fyrir sér“. Þá má
einnig nefna orðmyndirnar „raundar" (622), þ.e. „raunar" eða „reyndar"
og „klaustri“ (765), þ.e. „klaustur". Hins vegar hefði vart þurft að skýra
orð eins og „brók“, „búsmali", „fylking", „gísl“, „hásæti", „mein“ og
„rekkja". A sama hátt virðist slembilukka hafa ráðið því hver hinna
mörgu skemmtilegu en óvenjulegu viðurnefna Heimskringlu lentu í orð-
skýringunum. Þar eru „glumra", „hímaldi“ og „kapalín“ skýrð vel og
rækilega, en hvað merkja viðurnöfn eins og „afráðskollur“, „ambi“,
„flípur“, „húkur“, „löngumspaði", „slembidjákn", „smjörbalti" og
„sprakaleggur" ?
Sagnfrœði og skáldskapur
En þó að vér vitum ei sannindi á því þá vitum vér dæmi
til þess að gamlir fræðimenn hafa slíkt fyrir satt haft.
(Heimskringla 1991, 1)
Á þessari öld hefur verið skrifað talsvert um tengsl sagnfræði og skáld-
skapar í miðaldaritum, bæði um það að hve miklu leyti nútímamenn geti
lagt trúnað á frásagnir rita á borð við Heimskringlu og ekki síður hitt
hvernig miðaldamenn hafi sjálfir litið á málið. Ljóst er að viðhorf manna
til fyrrnefnda atriðisins hefur tekið miklum breytingum frá upphafi ald-
arinnar þegar Snorri var nánast í hlutverki sögukennara í norskum
barnaskólum. Fáir munu nú telja að hann greini alltaf eða að öllu leyti
rétt frá sögulegum staðreyndum enda hafi hann bæði skort heimildir og
vilja til þess. Eins og Diana Whaley segir (126) væri sá bókasafnsfræðing-
ur því í hæsta máta sérvitur sem raðaði Heimskringlu með sagnfræðirit-
um. En þótt menn líti svo á að Snorra hafi „farið líkara höfundi sögu-
legrar skáldsögu en nútíma-sagnaritara“ um val efnis og mótun þess10
hefur álit manna á honum sem sagnfræðingi beðið lítinn hnekki. I ný-
legri grein komst Sverre Bagge t.a.m. svo að orði:
10 Sbr. Bjarna Aðalbjarnarson. „Formáli,“ Heimskringla III. Reykjavík 1951,
cxi.