Skírnir - 01.09.1992, Page 213
SKÍRNIR
EINN HRING - ANNAN HRING
475
Eins og kemur fram í Snorra-Eddu hefur Snorri lagt mikið upp úr
heild og samræmi í skáldskap og má þar t.a.m. minna á umræðu hans um
myndmál: „Þá þykja nýgjörvingar vel kveðnar ef það mál er upp er tekið
haldi of alla vísulengd.“lé Að byggingu er Heimskringla líka afar form-
föst. I fyrsta lagi má líta á Ynglinga sögu sem „lærða undirstöðu“ að öðr-
um hlutum verksins eins og ritstjórar Heimskringlu benda á í „Inn-
gangi“ sínum: „Ymsa atburði í Ynglinga sögu má þannig túlka sem hlið-
stæður við atburði sem sagt er frá löngu síðar í verkinu" (III, xxx). Sama
máli gegnir um táknræna drauma Hálfdanar svarta og Ragnhildar
drottningar hans; þeir vísa til þess sem koma skal og í því samhengi er
sérstaklega minnt á hinn helga Ólaf konung. Eftir þetta rekur hver saga
sig í beinu framhaldi af því sem fór á undan uns verkið nær hámarki í
sögum kristniboðskóngsins Ólafs Tryggvasonar og þó einkum Ólafs
helga Haraldssonar. Þar myndar sá fyrrnefndi hliðstæðu við Jóhannes
skírara en sá síðarnefndi við Krist eins og Sverrir Tómasson vekur at-
hygli á í „Inngangi" (III, lxi). Þar sýnir Sverrir einnig fram á hvernig
bygging Ólafs sögu helga hinnar sérstöku fylgir hefðbundinni byggingu
pínslarsögunnar. Síðasti hluti Heimskringlu er svo nokkurs konar eftir-
máli þar sem jarteinir Ólafs helga minna lesendur stöðugt á það sem á
undan er gengið. „Þannig nær hann [Snorri] fram viðurkenndri kristinni
túlkun á sögu Noregs", les Sverrir Tómasson út úr þessari byggingu (III,
lxix).
Ritstjórinn, skáldið, maðurinn
... hann kunni þær íþróttir að hann skipti litum og líkj-
um á hverja lund er hann vildi. (Heimskringla 1991,10)
Þær hugmyndir sem hér hefur verið vitnað til eru sérstaklega áhugaverð-
ar fyrir þá sök að þar verða óljósari en áður ýmsar hefðbundnar marka-
línur, svo sem milli sagnfræði og skáldskapar, bundins máls og óbundins
eða milli bókmenntagreina eins og konungasagna, íslendingasagna, forn-
aldarsagna og heilagra manna sagna. í framhaldi af þessu má velta fyrir
sér nýjustu skrifum fræðimanna um höfundskap Snorra Sturlusonar sem
hafa ýmist miðað að því að draga úr hlut hans eða (eins og oftar er)
mikla hann.
Róttækasta andófið gegn Snorra felst vafalaust í kenningu Alans
Bergers frá árinu 1979 um að hann sé alls ekki höfundur Heimskringlu
heldur Fagurskinnu enda sé Heimskringla mun yngra verk en venjulega
16 Snorri Sturluson. Edda. Háttatal. Clarendon Press, Oxford 1991, 7.