Skírnir - 01.09.1992, Page 217
VÉSTEINN ÓLASON
Dróttkvæði um stríð og frið
R.G. Poole
Viking Poems on War and Peace.
A Study in Skaldic Narrative.
University of Toronto Press,
Toronto 1991.
RUSSELL G. poole, sem kennir í enskudeild Masseyháskóla á Nýja Sjá-
landi og er lesendum Skírnis kunnur af grein sinni „Orðrasðan í kon-
ungakvæðum dróttskálda" í vorhefti 1990, fjallar í bók þessari um frá-
sagnarlist dróttkvæða um stríð og frið. Flest hirðkvæði fjalla um ófrið
sem kunnugt er, en hér er fjallað um afmarkaðan flokk. I upphafi bókar
víkur höfundur að þeim vel þekkta vanda að nær undantekningarlaust
eru dróttkvæði um veraldleg efni varðveitt sem tilvitnanir í sögum og
hafa verið leyst í sundur, ef svo má segja. Einstökum vísum er þá dreift
um frásögn sem oft er í raun aðeins endursögn eða túlkun á því sem í
vísunum segir. Nú eru vitaskuld til lausavísur sem alltaf hafa verið sjálf-
stæðar og jafnvel líklegt að þeim hafi oft fylgt einhver frásögn í lausu
máli af tildrögum og samhengi. Fræðimenn og útgefendur síðari tíma
gera greinarmun á lausavísum og samfelldum kvæðum, en æðimargir
velja þá þægilegu lausn að fylgja útgáfu Finns Jónssonar, og gildir þá
einu hve mjög þeir hinir sömu hallmæla túlkun hans og skilningi á ein-
stökum vísum. E.A. Kock er besta dæmið um það.1
Á síðustu árum hefur komið fram skilningur á því að kvæðisheild-
irnar þurfi endurskoðunar og athugunar við. Er þar ekki síst að nefna rit
Bjarne Fidjestol, Det norrane fyrstediktet,2 og greinar eftir Russell
Poole.3 Inntakið úr sumum köflum þessa nýja rits, sem að hluta til er
byggt á doktorsriti höfundar frá Torontoháskóla, hefur áður birst sem
tímaritsgreinar, en aðrir kaflar flytja nýtt efni og röksemdafærslan verð-
ur öflugri þegar svo margt er séð í samhengi. Raunar mun bók þessi hafa
1 Den norsk-islandske skjaldedigtning A og B, I-II, útg. Finnur Jónsson (Khöfn
1912-15). Sbr. Den norsk-isldndska skaldediktningen, I-II, útg. E.A. Kock
(Lundi 1946-49), og E.A. Kock, Notationes Norroenae (Lundi 1923-44).
2 0vre Ervik 1982.
3 Sjá einkum „The Origins of the ‘Máhlíðingavísur’P Scandinavian Studies 57
(1985), 244-85.
Skírnir, 166. ár (haust 1992)