Skírnir - 01.09.1992, Qupperneq 219
SKÍRNIR
DRÓTTKVÆÐIUM STRÍÐ OG FRIÐ
481
Ein af þeim röksemdum sem menn hafa beitt til að styðja ályktanir
um að vísur séu lausavísur fremur en hlutar úr kvæðum er notkun nútíð-
ar, sem er þá talin einkenna lausavísur kveðnar í hita leiks andstætt
kvæðum ortum eftir atburðina sem einkennist af þátíð. Poole sýnir fram
á í sérstökum útúrdúr að söguleg nútíð sé svo mikið notuð í öllum frá-
sagnarkveðskap forníslenskum að ekki verði af tíðanotkun dregnar slíkar
ályktanir.
Aðalefni ritsins er könnun á fjórum kvæðum, sem standa sjálfstæð
eða eru mynduð af samstæðum vísum, en þar að auki endurgerir Poole
þrjú sjálfstæð kvæði úr vísum sem í sögunum sjálfum eru sagðar vera
lausavísur. Fyrsta kvæðið eða bálkurinn er hluti úr „Sexstefju“ Þjóðólfs
Arnórssonar og fjallar um Nissarbardaga. Poole tekur upp tilgátu Bjarne
Fidjestol um að sjö lausavísur tengdar þessu efni og eignaðar Þjóðólfi
heyri til þessa bálks og styður álitlegum rökum með því að kanna hvern-
ig vísurnar tengjast og vísa hver til annarrar. Hann tengir einnig saman
og kallar „Friðgerðarflokk" nokkrar vísur um sættargerð milli Haralds
harðráða og Sveins Ulfssonar Danakonungs sem víðast eru ófeðraðar en
líkjast kveðskap Þjóðólfs Arnórssonar í máli og stíl.5 Eins og í fyrra
kvæðinu er hér ýmist notuð þátíð eða nútíð, og er óvenjumikið um þá
síðarnefndu, sem höfundur telur eðlilegast að skilja sem sögulega nútíð
fremur en vitnisburð um að vísurnar séu kveðnar meðan atburðirnir ger-
ast. Þriðja kvæðið er „Liðsmannaflokkur", sem Poole notaði sem dæmi í
grein sinni í Skírni 1990. Hann dregur hér saman röksemdir sínar, sem
hann hefur sett fram í fleiri greinum, um einingu þessa kvæðis, sögulegt
heimildargildi og sérstæða frásagnarlist.6
Þau þrjú kvæði eða kvæðishlutar sem nú hefur verið getið eru öll til-
tölulega hefðbundinn bardagakveðskapur undir dróttkvæðum hætti.
Lesanda kann því að bregða í brún þegar næst verða á vegi „Darraðar-
ljóð“ Njáls sögu, og spurning vaknar hvað þau geti átt sameiginlegt hin-
um kvæðunum. En Poole tekst mæta vel að túlka Darraðarljóð sem orr-
ustulýsingu gerða með sérstæðri frásagnartækni og myndmáli, fremur en
dularfullt spákvæði, og hinn nákvæmi lestur hans á þessu torræða kvæði,
með gaumgæfilegri athugun á túlkunum fyrri fræðimanna, er einn mikil-
vægasti kaflinn í bókinni og verður skyldulestur fyrir hvern sem vill tjá
sig um kvæðið. Niðurstaða hans um aldur þess gengur gegn þeim
straumi sem nú er uppi í tímasetningu fornra kvæða, því að hann telur
5 Poole bendir á að í Heimskringluútgáfu Peringskiölds (2. bindi, Stokkhólmi
1697, 143) eru þessar vísur eignaðar Halla stirða. Eftir því hefur Finnur Jóns-
son farið, væntanlega af því að hann telur að Peringskiöld hafi stuðst við mið-
aldahandrit sem síðar hafi glatast.
6 Sjá „Skaldic Verse and Anglo-Saxon History: Some Aspects of the Period
1009-1016,“ Speculnm 62 (1987), 265-98, og Skírnisgreinina 1990.