Skírnir - 01.09.1992, Side 222
ADAM ZAGAJEWSKI
Að ferðast til Lwów
Steinunn Sigurðardóttir þýddi
Að ferðast til Lwów. Frá hvaða stöð
er ferðast til Lwów, ef ekki í svefni, við dögun
þegar ferðataskan er döggvot, um leið og það fæðast
hraðlestir og tundurskeyti. Að leggja í skyndi af stað til
Lwów, um miðja nótt eða dag, í september
eða í mars. Ef Lwów er þá til, undir
hulu landamæra og ekki bara í
nýja vegabréfinu mínu, ef veifur trjánna,
aspa og eskis, anda enn hástöfum
eins og indjánar, og lækirnir tuldra
á myrku esperantó, og grassnákarnir
hverfa í stráin eins og mjúku táknin í rússnesku.
Að taka pjönkur sfnar og halda af stað, alveg
án þess að kveðja, að hverfa á hádegi, að láta sig hverfa
eins og yfirliðagjarnar ungfrúr. Og körfublómin, grænir
herskarar af körfublómum, og undir þeim, undir sóltjöldum
Feneyjakaffihúss, ræða sniglarnir
um eilífðina. En dómkirkjan gnæfir,
manstu, svo lóðrétt, svo lóðrétt sem
sunnudagur og hvítar munnþurrkur og skjóla
full af rifsberjum sem stóð á gólfinu og
þrár mínar sem voru enn ófæddar,
einungis ávaxtagarðarnir og njólinn og raf
kirsuberjanna og hinn svaðalegi Fredró.
Það var alltaf of mikið af Lwów, enginn gat
skilið öll hverfi hennar, né heyrði
hvíslið í sérhverjum steini sem sólin skrældi,
um nætur var rússneska kirkjan þögul á allt annan
máta en dómkirkjan, Jesúítarnir skírðu