Skírnir - 01.09.1992, Page 230
492
FREGNIR AF BÓKUM
SKÍRNIR
Grískir harmleikir. Þýðandi Helgi Hálfdanarson. Mál og menning 1990.
William Shakespeare: Leikrit. Þýðandi Helgi Hálfdanarson. I,- V. bindi,
Almenna bókafélagið 1982-87; VI.-VIII. bindi, Mál og menning 1991.
August Strindberg: Leikrit I-II. Þýðandi Einar Bragi. Reykjavík 1992.
Anton Tsjekhov: Vanja frændi. Þýðandi Geir Kristjánsson. Þrjár systur.
Þýðandi Geir Kristjánsson. Kirsuberjagarðurinn. Þýðandi Eyvindur Er-
lendsson. Máfurinn. Þýðandi Pétur Thorsteinsson. Frú Emilía, Reykja-
vík 1988.
Maxim Gorki: I djúpinu. Þýðandi Halldór Stefánsson. Börn sólarinnar.
Þýðandi Eyvindur Erlendsson. Sumargestir. Þýðandi Árni Bergmann.
Frú Emilía 1989.
Henrik Ibsen: Afturgöngur. Þýðandi Bjarni Benediktsson. Hedda
Gabler. Þýðandi Árni Guðnason. Brúðuheimili. Þýðandi Sveinn Einars-
son. Frú Emilía 1991.
Þeirri skoðun er stundum hampað að leikrit „lifni" ekki fyrr en á sviði.
Ef til vill eru íslendingar sérlega ginnkeyptir fyrir þessari fráleitu
alhæfingu vegna þess að þeir búa við veika hefð í leikbókmenntum. í
bókmenntalífi annarra vestrænna þjóða eru leikrit hins vegar lesefni
jafngilt ljóðum og sögum. Þetta fær hver sá staðfest sem gengur inn í
góðar bókabúðir erlendis; það úrval leikbókmennta sem þar er að finna
er síður en svo bara lesefni til „upphitunar" fyrir leikhúsferðir. Lestur
leikrita er ekki annars flokks leikhúsnautn heldur annars konar
listreynsla (sem getur auðvitað tengst leiksviðshefðum á margvíslegan
hátt). Þegar sagt er að lestur leikrita sé bókmenntalegs eðlis er sömuleiðis
alls ekki verið að setja þau skör lægra en sagnaverk og ljóð. Enda væri
slíkt fráleitt, því leikrit eru rúmfrek meðal þeirra verka sem teljast til
viðurkenndra heimsbókmennta á Vesturlöndum.
Samt er því svo háttað að leikrit hafa aldrei skipað eðlilegan sess á
íslenskum bókamarkaði. Utgáfa jafnt frumsamdra sem þýddra leikrita
hefur verið strjál og að því er virðist handahófskennd, nema ef til vill
þegar leikrit Halldórs Laxness hafa átt í hlut. Fjölmörg merkileg leikrit
hafa verið íslenskuð fyrir leikhús og útvarp, en meðan þau birtast ekki á
prenti er vart hægt að telja þau til bókmennta okkar. Því virðist óhætt að
segja að með útgáfu þeirra bóka sem taldar eru upp hér að ofan hafi
orðið bylting í útgáfu leikbókmennta á íslandi. Skyndilega höfum við
aðgang að fjölmörgum meginverkum heimsbókmenntanna.
Raunar er eitthvað um liðið síðan nokkrar þýðingar Helga Hálf-
danarsonar, fyrst á leikritum Shakespeares og síðar grísku harmleikja-
skáldanna, birtust á prenti, en nýju útgáfurnar hafa að geyma þýðingar
hans á öllum 37 leikritum Shakespeares og öllum 32 varðveittum harm-