Skírnir - 01.09.1992, Side 231
SKÍRNIR
FREGNIR AF BÓKUM
493
leikjum þeirra Æskílosar, Sófóklesar og Evrípídesar. Maður trúir því
varla enn að þetta sé okkur nú allt aðgengilegt á íslenskri bók. Þess má
geta að öllum leikritunum fylgja upplýsingar og skýringar þýðanda og í
fyrsta bindi Shakespeare-safnsins er inngangur Helga um leikskáldið og
verk þess.
En Helgi Hálfdanarson er ekki einn um að þýða sígild leikverk á
íslensku. Fyrr á þessu ári birtust í þýðingu Einars Braga 20 leikrit
Augusts Strindbergs, þeirra á meðal Faðirinn, Fröken Julie, Dauðadans-
inn, Draumleikur og Draugasónatan. Safnið er í tveimur bindum og
hefur verið vandað til útgáfunnar, en að henni stendur þýðandi sjálfur
(og var hún kostuð m.a. með söfnun áskrifenda að verkinu). Skemmtilegar
myndir fylgja leikritunum, sem og skýringar með einstökum verkum og
æviskrá Strindbergs.
Áhugafólki um bókmenntir og leiklist er einnig mikill fengur í
látlausum en snyrtilegum útgáfum leikhússins Frú Emilíu á leikritum
Tjekovs, Gorkis og Ibsens. Frú Emilía hefur gefið út þýðingar á alls tíu
leikritum eftir þessa höfunda, í tengslum við leiklestrarkvöld félagsins á
undanförnum árum. Og spurst hefur að félagið muni nú í haust gefa út
þýðingar á þremur leikritum Moliéres.
Frú Emilía hefur raunar gefið út fleiri leikrit en þau tíu sem tilgreind
hafa verið, því í „leikskrám" sínum hefur félagið átt það til að birta allan
texta þeirra verka sem sviðsett hafa verið. Þetta gildir t.d. um Mercedes
eftir Thomas Brasch í þýðingu Hafliða Arngrímssonar (1986), Kontra-
bassann eftir Patrick SuKkind í þýðingu Hafliða Arngrímssonar og
Kjartans Óskarssonar (1988), og Gregor, leikgerð Hafliða af „Hamskipt-
unum“ eftir Franz Kafka (1989). I slagtogi við bókaútgáfuna Bjart hefur
leikfélagið jafnframt um skeið gefið út tímaritið Bjart og frú Emilíu og
þar hefur birst allmikið efni er varðar leikhús og leikbókmenntir, m.a.
þýðingar.
Þær bækur sem skráðar eru hér að ofan hafa að geyma alls 99 leikrit í
íslenskum þýðingum. Þetta hlýtur að boða aukinn hlut leikbókmennta í
íslenskum samtímabókmenntum, en nýjar þýðingar á sígildum erlendum
verkum eru mikilvægur þáttur þeirra.
Ástráður Eysteinsson
Yfir Islandsála. Afmælisrit til heiðurs Magnúsi Stefánssyni sextugum 25.
desember 1991. Gunnar Karlsson og Helgi Þorláksson höfðu umsjón
með útgáfu. Sögufræðslusjóður, Reykjavík 1991 (177 bls.).
Sá góði siður hefur lengi verið við lýði meðal fræðimanna á sama sviði að
gleðja kollega sína á stórafmælum með útgáfu rita þeim til heiðurs. Þar
gefst þeim sem vilja votta afmælisbarninu virðingu sína kostur á að