Skírnir - 01.09.2000, Page 8
Frá ritstjórum
Að undanförnu hefur borið æ meira á þverfaglegum ritverkum innan
hugvísinda og reyndar þverfaglegum greinum, svo sem kynjafræði. Áhrif
einnar greinar á aðra verða stöðugt merkjanlegri, áhrif málvísinda á bók-
menntafræði eru gamalkunn, bókmenntafræði á heimspeki, heimspeki á
sagnfræði. Mörgum kann að virðast sem hugvísindi myndi aftur sam-
stæða heild eins og fyrr á öldum, a.m.k. hafi rásum milli greina fjölgað.
Kannski hluta skýringarinnar sé að finna í þeim viðfangsefnum fræði-
manna sem krefjist slíkra vinnubragða. Kvikmyndin tilheyrir ekki neinni
einni grein, eða hugmyndir um sjálf og sjálfsmynd, hvort tveggja við-
fangsefni bókmenntafræðinga, sagnfræðinga og heimspekinga.
Skírnir hefur löngum verið vettvangur fyrir umræður milli ólíkra
greina. Höfundar efnis í þessu hefti sækja margir út fyrir eigin fræðigrein-
ar í umfjöllun sinni og efnistökum. Heimspekingurinn Stefán Snævarr
fjallar um bókmenntalegt og listrænt efni þegar hann tekur fyrir fagur-
fræðilega dóma okkar, en þar klæðir hann doktorsritgerð sína grískum
kufli og endurvekur platonska samræðuhefð. Bókmenntafræðingurinn
Garðar Baldvinsson fer í smiðju heimspekinga þegar hann kannar sjálfið
sem birtist í íslenskum skáldsögum. Rúnagrein Frangois-Xaviers Dill-
mann fjallar um efni sem er á mörkum tveggja fræðigreina, textafræði og
fornleifafræði. Sagnfræðingurinn Einar Már Jónsson fjallar um póst-
móderníska hugmyndafræði í gagnrýnu framlagi sínu til Skírnismála. I
umfjöllun sinni um Heim kvikmyndanna fæst Róbert H. Haraldsson við
hina nýstárlegu kvikmyndafræði frá sjónarhóli heimspekings.
Islenskur menningararfur og saga eru tekin til frekari umræðu í
nokkrum greinum. Sverrir Tómasson fjallar um Skíðarímu og varpar fram
þeirri spurningu hvort þar sé á ferðinni íslenskur föstuleikur. Jón Sigurðs-
son skrifar um Egil Skallagrímsson eins og honum er lýst í Islendingasög-
unni sem við hann er kennd. Anna Agnarsdóttir fjallar um sagnfræðiritið
Sjórán og siglingar eftir Helga Þorláksson og Njörður R Njarðvík um
doktorsrit Sveins Yngva Egilssonar, Arf og umbyltingu. I Skírnismálum
bregst Páll Theodórsson við grein um kolefnamælingar sem birtist í síðasta
vorhefti Skírnis, en þær varða tímasetningu á landnámi Islands.
Nína Björk Árnadóttir lést fyrr á þessu ári, en hún varð þjóðþekkt
fyrir ljóð sín og leikrit. Nína Björk er skáld Skírnis og hafa ljóðin sem hér
birtast ekki áður komið fyrir almenningssjónir. Myndlistarmaður Skírnis
er Hulda Hákon, en Halldór Björn Runólfsson fjallar um list hennar út
frá íslenskri kortagerð og skrímslamyndum fyrri alda.
Svavar Hrafn Svavarsson og Sveinn Yngvi Egilsson