Skírnir - 01.09.2000, Page 12
248
STEFÁN SNÆVARR
SKÍRNIR
Empiríkus: Nei, það erum við ekki. En segðu mér, gæskur, tel-
ur þú mögulegt að stökkva til tunglsins?
Estetíkus: Nei, ég sé enga sérstaka ástæðu til að ætla að svo sé.
Empiríkus: Samt er staðhæfingin „það er hægt að stökkva til
tunglsins" ekki mótsagnarkennd, eða hvað?
Estetíkus (órólegur): Nei, auðvitað ekki, hvert ertu eiginlega
að fara?
Empiríkus: Hugsast gæti að það sé ómögulegt að greina á milli
skynsamlegra og óskynsamlegra listdóma með svipuðum hætti
og það virðist útilokað að við getum stokkið til tunglsins.
Estetíkus: „Hugsast gæti“ já, en þú verður að sýna fram á að
svo hljóti að vera, heillin. Auk þess gætu náttúrulögmálin breyst
skyndilega svo að stökkið mikla yrði allt í einu mögulegt.
Empiríkus: Þú lætur í veðri vaka að þekking okkar sé svo óör-
ugg að okkur gæti fullteins skjátlast um gildi náttúrulögmála. En
hvernig veistu það ef þekkingin er brigðul? Og hvað sem öðru
líður þá neitar þú því varla að smekkur skipti máli við listmat,
gagnstætt mati vísindamannsins á niðurstöðum rannsókna.
Estetíkus: Eg neita því ekki, ég hugsa að erkidæmi um listdóm
sé dómur sem er smekktengdur, en ekki endilega smekkbundinn.
Mér er hins vegar ómögulegt að skilja að sú staðreynd dæmi list-
dóma í eilífa útlegð frá ríki skynseminnar.
Empiríkus: Mér er nær að halda að þeir verði að sætta sig við þann
skóggangsdóm. Því þótt listdómar séu ekki bara tjáning á smekk er
ekki þar með sagt að þeir séu nokkuð annað en tjáning tilfinninga. Ef
ég gagnrýni meintan harmleik fyrir að vera „óvart fyndinn" þá get ég
varla átt við annað en að ég hafi upplifað hann sem óvart fyndinn.
Hafi mér fundist hann réttnefndur harmleikur þá þýðir það einfald-
lega að ég hafi fundið fyrir harmrænni tilfinningu meðan ég sá leik-
ritið. Það er tæpast tilviljun að við vísum gjarnan til tilfinninga þegar
við dæmum listaverk, við segjum „tónverkið snart mig ekki“ og
„bókin heillaði mig“. Listdómar eru greinilega tilfinningabundnir og
því huglægir. Við „litum“ listaverkin með gæðamati okkar, gæðin
sjálf eru ekki hluti af listaverkunum heldur hugarburður okkar.
Estetíkus: Vel athugað, væni kær, og sýnir þú enn að þér er fleira
til lista lagt en að reikna stöður himintunglanna. En mikið hefði ég