Skírnir - 01.09.2000, Page 28
264
STEFÁN SNÆVARR
SKÍRNIR
Empiríkus (klórar sér í höfðinu): Hmm, ég verð að hugsa
vandlega um þessi rök. (Kippist við og brosir líkt og hann hafi
fengið hugljómun.) Annars höfum við talað hingað til rétt eins og
það sé gefið að listdómar geti hugsanlega verið seldir undir
sannleikskröfuna, þ.e. geti mögulega verið sannir. Hvað nú ef list-
dómar eru faldar forskriftir? Það myndi þýða að þegar ég segi
„Móna Lísa er frábært málverk“ þá meini ég „mönnum á að finn-
ast Móna Lísa frábært málverk“.17 Ef svo er þá er út í hött að spyrja
hvort listdómar geti verið sannir, forskriftir eru ekki staðhæfingar
og aðeins staðhæfingar geta haft sanngildi.
Estetíkus: Aftur hvílir sönnunarbyrðin á þér; þú verður að geta
sannað að listdómar séu faldar forskriftir. Annars varstu rétt í
þessu að gera mér upp skoðanir, ég hef aldrei sagt að listdómar
verði að hafa sanngildi til að efahyggjan sé röng. Ég skipa hugtak-
inu „skynsemi“ í öndvegi, „sannleika“ á lægri bekkinn. Það gefur
augaleið að yrðing, sem er vel rökstudd og fallvölt, en ósönn eða
ósannanleg, er skynsamlegri en inntaksrýr sannyrðing. Gott dæmi
um inntaksrýra sannyrðingu er „það eru til fleiri en þrír stólar í
heiminum“. Staðhæfingin er nánast örugglega sönn en það er erfitt
að sjá undir hvaða kringumstæðum hún væri upplýsandi. Bæta má
við að klifanir eru inntaksrýrar sannyrðingar; við getum framleitt
slíkar sannyrðingar til eilífðarnóns með því að beita margföldun-
artöflunni. Þess utan virðist mér einsýnt að vel rökstuddar guðs-
sannanir miðaldaheimspekinnar séu skynsamlegri en inntaksrýr
sannleikur margföldunarinnar, þótt guðssannanirnar hafi tæpast
sanngildi. Auk þess getur sannyrðing ekki talist skynsamleg nema
hún sé mikilvæg og við hæfi í tilteknu samhengi sem er mikilvægt
og segir eitthvað. Þannig eru gildishugtökin „mikilvægi" og
„hæfi“ nauðsynlegir hlekkir í skynsemishugtakinu, sannleikurinn
leikur alla vega ekki stærra hlutverk í þessu hugtaki en mikilvæg-
ið og hæfið. Við sjáum hér enn einu sinni að gildismat verður ekki
auðhrakið úr ríki skynseminnar. Hið sama gildir um forskriftirn-
ar. Til þess að geta haft skynsamlegar skoðanir verða menn að hlíta
tilteknum forskriftum á borð við „rökstyddu mál þitt“, „skiptu
um skoðun ef skoðun þín reynist röng“, „hafa skal það sem sann-
ara reynist“, „forðastu augljósar og inntaksrýrar sannyrðingar"