Skírnir - 01.09.2000, Page 31
SKÍRNIR
ESTETÍKUS
267
Empiríkus: Þú hefur enn á réttu að standa.
Estetíkus: Ertu sammála því að við getum greint á milli góðs og
vonds rökstuðnings fagurfræðilegra kenninga og slíkar kenningar
geti verið rangar, t.d. í krafti þess að vera mótsagnakenndar?
Empiríkus: Já.
Estetíkus: Þú samþykkir sem sagt að þær geti verið skynsam-
legar?
Empiríkus: Jú, í víðum skilningi þess orðs.
Estetíkus: Gott og vel, en ef slíkar kenningar eru röklegar for-
sendur listdóma þá gefur augaleið að skóladæmi um listdóm er
rökstyðjanlegur og fallvaltur dómur.
Empiríkus (opinmynntur): Estetíkus, þetta hef ég aldrei hugs-
að út í!
Estetíkus: Viðurkennir þú líka að fagurfræðileg efahyggja sé
kenning um listir og listdóma?
Empiríkus: Það er augljóst. En hvert ertu að fara með þessum
spurningum?
Estetíkus: Til að skýra það ætla ég að segja þér smá sögu.
Empiríkus: Lát heyra.
Estetíkus: Eitt sinn var mér boðið í veislu þar sem ég var svo
heppinn að hafa fagra, gáfaða og ljóðelska stúlku að borðdömu.
Empiríkus: Heppinn að vanda!
Estetíkus: Stúlkan sú arna hét reyndar Díótíma, sjaldgæft nafn
á okkar dögum. En hvað um það, ég tók að sproka við sprundið
sem kurteisum borðherra sæmir. Og talið barst fljótlega að kveð-
skap. Eg spurði hvað henni fyndist um kvæði Williams Butlers
Yeats „Easter 1916“. Hún svaraði að bragði: „Eg kann alls ekki að
meta það.“ „Hvers vegna?" spurði ég. „Er ekki listmat smekksat-
riði? Þjónar það þá nokkrum tilgangi að rökstyðja mat mitt á
kvæðinu, ég get aðeins vitnað um þau áhrif sem það hefur á mig
og þau eru ekki tiltakanlega jákvæð,“ sagði Díótíma. Þá gall við í
manninum sem sat beint á móti mér: „Ég tel ljóðið öldungis frá-
bært, því það er í samræmi við hlutlæga mælikvarða á gæðum
kvæða." „Hvað áttu við með því?“ spurði ég. „Jú, það er til dæm-
is rímað, fullt af skarpri hugsun og næmri kennd o.s.frv.," svaraði
maðurinn. Taktu eftir að Díótíma rökstuddi réttmæti síns dóms