Skírnir - 01.09.2000, Page 35
SKÍRNIR
ESTETÍKUS
271
1 Þessi greining Estetíkusar er mjög í anda listspekinga á borð við Monroe
Beardsley. Sjá Beardsley (1981): Aesthetics. Indianapolis/Cambridge.
2 Dæmið er ættað frá fagurfræðingnum Robert J. Yanal. Sjá Yanal (1985): „Aes-
thetic Value and Genius“ í P. McCormick (ritstj.): The Reasons of Art. Ottawa.
3 Svo mælir heimspekingurinn Nelson Goodman og fleiri mætir menn. Sjá t.d.
Goodman (1976): The Languages of Art. Indianapolis.
4 Estetíkus gerir sig að fulltrúa vitskenningarinnar um geðshræringar og eflir mál
sitt rökum þeirra Anthony Kennys og Robert Solomons. Vitskenningin grein-
ir á milli tveggja megintegunda tilfinninga, geðshræringa (emotions) annars veg-
ar, kennda (sensations) hins vegar, eins og ráða má af því sem Estetíkus segir í
meginmáli. Sjá Solomon (1976): The Passions. Garden City og Kenny (1963):
Action, Emotion and Will. London.
5 Empiríkus virðist telja að Estetíkus vísi til fleygra ljóðlína Indriða G. Þor-
steinssonar „að þjást og finna til“ úr „Vegir liggja til allra átta“. Lagið er úr
kvikmyndinni 79 af stöðinni sem líklega hefur gert lukku í Mínervu.
6 Estetíkus sækir rök sín í smiðju fagurfræðingsins David Best sem smíðar sín tól
úr efniviði frá Wittgenstein. Sjá Best (1992): The Rationality of Feeling.
London.
7 Estetíkus vitnar óbeint í Hegel sem sagði um heildarhyggju heimspekingsins
Schellings að hún væri eins og nóttin þar sem allar kýr eru svartar. Schelling
taldi nefnilega að einstaklingseðli fyrirbæra skipti litlu, þau væru aðeins hluti
heildar.
8 Þetta er tilvitnun úr frægu ljóði eftir Sigurð Grímsson. Hvernig frægð hans hef-
ur borist til Mínervu er mér hulið. Ef til vill hafa kvæði hans verið þýdd á mál
þarlendra!
9 Raunhæfingar eru staðhæfingar um staðreyndir. Rökhæfingar eru staðhæfing-
ar sem eru röklega sannar eða ósannar. Skoðun Skeptíkusar á þessum málum er
mjög í anda raunspekinnar (pósitífismans) eins og flest sem hann segir.
10 Estetíkus setur hér fram hefðbundna gagnrýni á raunspeki. Hana má til dæmis
finna í bók Max Horkheimers (1947): The Eclipse of Reason. New York.
11 Enn sýna Mínervubúar aðdáunarverða þekkingu á íslenskum bókmenntum.
Tilvitnunin er að sjálfsögðu úr Njálu.
12 Sú var kenning Monroe Beardsleys. Beardsley (1981).
13 Þetta staðhæfir norski Wittgensteinsinninn Kjell S. Johannessen. Sjá t.d. Jo-
hannessen (1988): Kunst, sprdk og estetisk praksis. Bergen.
14 Estetíkus er nú teldnn til við að rekja meginkenningarnar í doktorsritgerð
minni Minerva and the Muses. The Place of Reason in Aesthetic Judgements.
Hún kom út í bókarformi árið 1999 í Kristjánssandi í Noregi. Reyndar eru flest
rök Estetíkusar sótt í þá skruddu, sem hann hefur greinilega lesið vandlega.
Hann skreytir sig með lánuðum fjöðrum, skömmin sú arna!
15 „Rökstaða" merkir á ensku „logical status".
16 Þessa kenningu hafa þeir Nelson Goodman og Ernst Gombrich varið hvor
með sínum hætti. Sjá t.d. Goodman (1976) og Gombrich (1960): Art and lllu-
sion. Oxford.
17 Þessi kenning hefur verið varin af bandaríska raunspekingnum C.L. Stevenson.
Stevenson (1980): „Interpretation and Evaluation in Aesthetics“, í Max Black
(ritstj.): Philosophical Analysis. Ithaca.
18 Popper segir að útilokað sé að sanna empiríska kenningu en sá röklegi mögu-