Skírnir - 01.09.2000, Síða 38
274
GARÐAR BALDVINSSON
SKÍRNIR
Hér á eftir er ætlunin að hugleiða, út frá fyrrgreindum verkum
og höfundum, hugtak sem á erlendum málum kallast sujet, subject
eða Subjekt. Þetta hugtak hafa sumir þýtt sem „hugveru"2 3 4 og þá
einkanlega með heimspekilega orðræðu að leiðarljósi. Hugtakið
hefur einnig oft verið þýtt með nýyrðinu sjálfsvera3 og getur það
verið réttlætanlegt, einkum í ljósi þess að í bókmenntafræði leysti
hugtakið að nokkru af hólmi eldra hugtak sem er „sjálfið“ (á
ensku self). Hér á eftir mun ég að mestu nota fornt íslenskt orð,
þ.e. þegn, og eru ástæður þess einkum fjórar. I fyrsta lagi er eitt
merkingarsvið íslenska orðsins og hugtaksins hið sama, því að í
stjórnlögum og lögformlega er subject í rauninniþegn' sem þigg-
ur veru sína og stöðu frá æðsta valdi hins veraldlega heims, kon-
unginum, líkt og hið heimspekilega subject þiggur, að minnsta
kosti til skamms tíma, stöðu sína og veru frá öðru æðra valdi, þ.e.
Guði. Þar af leiðandi er í öðru lagi auðvelt að ímynda sér fasta
tignarröð meðal (ríkis)þegna sem og í stöðu þegnsins gagnvart
öðrum fyrirbærum, eins og Guði og náttúru. I þriðja lagi felur ís-
lenska orðið í sér megineinkenni „þegnskapar“ (subjectivity) í
fræðum á 20. öld, þ.e. að þiggja forsendur og skilgreiningar frá
öðrum, þótt það þýði auðvitað ekki að varpað sé fyrir róða mögu-
leikum til frelsis og sjálfstæðis. Loks minnir orðið á að í síðari tíma
^>egwfræðum eru lagðar áherslur á líkamlegt eðli þegnsins, öfugt
við hið huglæga sem tvíhyggja fyrri alda hóf upp á kostnað líkam-
ans. Ennfremur hefur orðið „þegn“ þann kost, t.d. fyrir femínista,
að vera karlkyns, en á síðustu áratugum hefur gagnrýni á hugtak-
ið einmitt gjarnan beinst að sjálfgefnu karlkyni þess. Meginein-
kenni þessa „þegns“ í erlendum fræðum eru þannig tvö: að standa
ávallt í einhverri tignarröð og spretta um leið úr menningarlegum
þáttum eins og gildismati, sögu, félagslegri formgerð eða verslun-
arháttum, svo fátt eitt sé nefnt.
2 Sjá t.d. Halldór Guðmundsson 1987:15 og Dagnýju Kristjánsdóttur 1996.
3 Sjá t.d. þýðingar í bókinni Utisetur. Samband geðlœkninga, bókmennta og sið-
menningar. Bókmenntafræðistofnun 1998.
4 Ekki má þó rugla saman þegni og borgara, enda hefjast borgarar ekki til virðing-
ar fyrr en nokkru eftir að subject öðlast stöðu eins konar milliliðs milli Guðs og
náttúru.