Skírnir - 01.09.2000, Page 39
SKÍRNIR
ÞEGN, LÍKAMI, KYN
275
Descartes og hugsunarvél hans
Þegnsaga þessarar aldar á sér eitt upphaf á 17. öld heima í stofu hjá
franska hugsuðinum René Descartes (1596-1650) sem beitti rök-
hugsun sinni af röggsemi á allar bábiljur og hégiljur.5 Descartes
sendi frá sér Hugleiðingar sínar árið áður en Galileo dó, þ.e. 1641
(en hafði skrifað nokkrar þeirra á þriðja áratug aldarinnar). Gali-
leó var einn þeirra sem yfirvöld dæmdu (1633) fyrir að aðhyllast
sólmiðjukenningu Kópernikusar (1473-1543) sem umbylti fyrri
hugmynd um að jörðin væri miðja heimsins og að sólin snerist um
hana.6 Á sama tíma og miðja heimsins færðist frá jörðinni, og þar
með fjær manninum, má segja að hann geri sig að miðpunkti þess
heims sem hann lifði í. Heimspeki Descartes mótaðist mjög af
þeirri hugmynd hans að fræði væru líkust tré með frumspeki sem
rætur, bolurinn væri eðlisfræði en siðfræði, læknislist og vélfræði
mynduðu greinarnar. Stærðfræðihugsunin kom beint fram í við-
horfum Descartes til náttúrufræða því að lokamarkmið hans var
þar alger og formúlukennd fullvissa. Af þessu leiddi hin þríþætta
aðferð hans: að nota efa kerfisbundið til að útiloka sérhverja skoð-
un sem minnsti vafi léki á að væri sönn; að telja enga hugmynd
fullvissa ef hún væri óskýr eða mótsagnakennd; og loks, að byggja
alla þekkingu á fullvissu vitundarinnar en með því yrði hugsunin
hið eina sem efinn fengi ekki kollvarpað. Ein frægasta yrðing hans,
cogito ergo sum,7 bendir ekki síst á þátt vitundarinnar. Þessi orð
hans hafa einnig haft mikla þýðingu í fræðum á 20. öld um þegn-
inn því að í þeim er cogito ekki aðeins hugtak heldur hugmynda-
5 í „Fyrstu hugleiðingu" Descartes segir: þótt skilningarvitin blekki okkur
stundum ... þá skynja ég eitt og annað með þeim sem ekki verður efazt um með
neinu skynsamlegu móti. Til dæmis það, að hér er ég, sit við arineld í vetrarslopp
og held á þessu pappírsblaði, og annað þvíumlíkt. Hvernig gæti ég neitað því að
hér sé hönd mín og allur líkaminn?“ (Foucault 1998:352).
6 Descartes hætti við að birta stærðfræðilegar hugrenningar sínar um heiminn (Le
monde) eftir dóminn yfir Galileó.
7 Sem formúla er yrðingin náskyld lykiljöfnunni í afstæðiskenningu Einsteins,
E=m(4. Hjá Einstein vinna orka og efni á sama sviði - en hjá Descartes vinna
hugur og vera á sama sviði. Yrðingin er ekki í Hugleiðingum heldur er hún eitt
af meginviðfangsefnum í Lögmálum heimspekinnar (1644) og kemur nokkrum
sinnum fyrir í fyrsta hluta þeirra.