Skírnir - 01.09.2000, Page 41
SKÍRNIR
ÞEGN, LÍKAMI, KYN
277
fengið hugmynd um hina fullkomnu veru er honum sönnun þess
að slík fullkomin vera sé til. Af þessu sést ennfremur að líkami
minn og það sem honum tilheyrir, eins og skynjunin, ræður engu
um tilurð eða tilveru mína heldur er það umfram allt hugsunin í
vitundinni og tengsl hennar við Guð sem þar ræður (Lögmál
heimspekinnar I, §ix). Til að skoða hugsunina þarf síðan að „upp-
götva aðgreiningu hugar og líkama eða hugsunar og þess líkam-
lega“. Hér er líka brýnt að benda á að í titli fyrstu útgáfu Hug-
leidinganna frá 1641 er sagt að sýnt sé fram á „ódauðleika sálar-
innar“ en strax árið eftir er því breytt í „greinarmun líkama og
sálar“. Af þessari breytingu sést vel hvert hlutverk greinarmunar-
ins er, þ.e. hún sýnir þá skoðun að líkaminn er hverfull en sálin
eilíf:
Við getum ekki dregið tilveru okkar í efa á meðan við efumst. Þetta er
fyrsta þekkingin sem við öðlumst þegar við hugsum heimspekilega á rétt-
an hátt.
Þegar við þannig höfnum öllu því sem við getum með einhverju móti
dregið í efa, og jafnvel ímyndað okkur að sé ósatt, gerum við að sjálfsögðu
ráð fyrir að ekki sé til neinn Guð, eða himinn eða líkamar og að við sjálf
höfum hvorki hendur né fætur né í rauninni líkama; en við getum ekki á
sama hátt gert ráð fyrir því að við séum ekki til á meðan við efumst um
sannleika þessara hluta; því að við höfum óbeit á þeirri hugmynd að það
sem hugsar sé ekki til á þeirri stundu sem það hugsar. Þar af leiðir að þessi
þekking, ég hugsa og því er ég [cogito ergo sum], er sú fyrsta og vísasta
sem kemur í hug þeim sem hugsar heimspekilega á réttan hátt. (Lögmál
heimspekinnar I, §vii)10
Þessi þegn er því fyrst og fremst vitund án líkama og þekkir full-
vel sjálfan sig og stöðu sína í heiminum. Cogito er bæði hugsunin,
það að hugsa og það sem gerir hugsun og það að hugsa yfirleitt
mögulegt. Sum merkir á sama hátt það sem cogito gerir mögulegt
en það er það að vera. Þar sem cogito felur það í sér að gerandi og
verknaður hans (sá sem hugsar og hugsun hans) renna saman í eitt
(orðið nær yfir frumlag og umsögn) má segja að cogito sé mjög
sjálfstæð eining og einnig að af þessum ástæðum eigi hún auðvelt
um vik að tengjast Guði og veruleika hans. Guð gerir hugsunina
10 Þýðingar tilvitnana úr erlendum málum eru mínar nema annað sé tekið fram.