Skírnir - 01.09.2000, Page 42
278
GARÐAR BALDVINSSON
SKÍRNIR
mögulega og hugsunin gerir veruna mögulega. Veran tengist síðan
líkamanum sem er henni þó neðar í tignarröðinni. Aðgreining sál-
ar og líkama er þannig nauðsynleg forsenda þess að maðurinn geti
átt hlutdeild í tign Guðs; sálin tengir manninn Guði en líkaminn
heldur manninum frá Guði. Ekki má heldur gleyma því að þótt
Descartes hafi skipt hugsun í tvo flokka, virka og óvirka hugsun,
eru báðir flokkarnir samsettir af meðvitaðri hugsun, því að hugs-
un sem maður er ekki meðvitaður um er í flokki með skynvillum
og órum, óhöndlanleg og hægur vandi að efast um hana. Þannig
má segja að hugsun hjá Descartes samsvari mun betur því sem við
á 20. öld erum vön að kalla (með)vitund, það sem er ekki tengt lík-
amanum eða getur vel verið án hans.11 Vel má líta á hugsunarvéi
Descartes sem tæki til að hefja manninn yfir náttúruna, reka
smiðshöggið á hin andlegu tengsl manns og Guðs en slíta böndin
við líkamann og náttúruna, því að í kenningu Descartes ríkir alger
aðskilnaður sálar og líkama.
Jafnframt hefur verið bent á að í hugmyndaheimi Descartes sé
líkaminn „óvirkt efni án merkingar eða öllu heldur efni sem
merkir veraldlegt tóm, ástand fallsins: tálsýn, synd, skynrænt
myndhverfingareðli helvítis og hins eilífa kvenleika“.12 I þegn-
fræðum á 20. öld er líkaminn þannig í stöðu „annars“, þess sem í
hugmyndaheimi Descartes er öðruvísi, framandlegt eða jafnvel
öndvert við „sjálfið", þ.e. við hugsunina. Benda má á að femínist-
ar hafa einkum haldið því fram að hugtökin „sjálf“ og „annar“
séu í vestrænni menningu mjög bundin kyni, þannig að karlkyn
11 Fyrr á þessari öld var vitundinni gjarnan skipt í meðvitund og undirmeðvitund,
en á síðari árum hefur nokkuð borið á að meðvitundin, það sem er meðvitað og
fer fram með vitund manns, sé kölluð vitund. I umræðu Halldórs Guðmunds-
sonar um hugtakið og útlistun hans á því (1987:15) er ljóst að fyrir honum er
vitundin, líkt og hjá Descartes, fyrst og fremst meðvituð. Um það vitna meðal
annars hugmyndir hans um áhrif (sbr. t.d. 1987:168) sem Ástráður Eysteinsson
sá sérstaka ástæðu til að gagnrýna (1989:277) í ljósi póststrúktúralískra hug-
mynda um það sem ég vil kalla textalegt eðli þegnsins (sjá Garðar Baldvinsson
1997). í bók sinni bendir Halldór ennfremur á þá hugmyndafræði íslenskra
menntamanna á fyrri hluta aldarinnar sem birtist ekki síst í þeirri ósk að „við
verðum aftur að verða heilir menn, persónan má ekki klofna“ (1987:52 og 212;
Halldór vísar í Sigurð Nordal: „Heilindi", í Iðunni, 1/1926:39).
12 Judith Butler 1990:29.