Skírnir - 01.09.2000, Side 43
SKÍRNIR
ÞEGN, LÍKAMI, KYN
279
er hugsun sem jafngildi sjálfi; kona jafngildi líkama sem jafngildi
öðrum.
Dulvitundin ogþað hjá Nietzsche
í formála að heimspekikerfi sínu frá árinu 180713 kom þýski heim-
spekingurinn G.W.F. Hegel fram með tvískiptingu vitundarinnar,
þegar hann hélt að sumu leyti áfram hugsun Descartes. Sá síðar-
nefndi sagði, eins og við munum, að þegar við efumst getum við
ekki efast um það sem efast. Viðbót Hegels er mjög mikilvæg:
hugsunin getur hugsað um sjálfa sig; hún getur hugsað um sig sem
það sem hugsar og það sem er hugsað um. I flóknari uppsetningu
má segja að hugsunin sjái sjálfa sig sem bæði geranda og viðfang,
jafnvel sem þegn og náttúru. Þessi tvískipting breytir miklu um
það hvernig hægt er að hugsa um vitundina, um innviði manns-
hugans, því að þar með verður kleift að skoða ekki bara það sem
efast hjá Descartes heldur það sem hugsar og dregur ályktunina: af
því að ég efast hlýt ég að hugsa og af því að ég hugsa þá er ég. Fyr-
ir kaþólskan mann eins og Descartes skiptir ekki litlu að hugsun-
in kemur - að mati slíks manns - frá Guði og er þar af leiðandi
fullkomin eins og Hann. Guðshugtakið tryggir manninum enn
fremur aðgang að hinu óendanlega, að eilífri lokun kerfisins, að
vissu og öryggi, eins og Descartes bendir á í „Fyrstu hugleiðingu"
sinni (Descartes 1962:85).14 Þegar hins vegar hugsunin sjálf getur
verið viðfang, umfjöllunarefni á borð við líkama og náttúru, þá er
hún hrifin úr þeirri forréttindastöðu sem hið guðlega gildi veitir
henni og hún verður aðeins eitt af ótal mörgu sem hægt er að beina
13 Þessi formáli er gjarnan kenndur við bók Hegels, Fyrirbœrafrœði andans, sem
kom út 1807, en sú bók átti hins vegar að vera fyrsta bindi í Heimspekikerfi
hans. Sjá Behler 1990:xxi.
14 í grein sinni, „Öld heimsmyndarinnar", ræðir þýski heimspekingurinn Martin
Heidegger túlkun og kenningu Descartes um cogito á þessum nótum um öryggi
og kjölfestu, þ.e. að cogito beri í sér frumlag/geranda/sjálfsveru (ég) sem er for-
senda þess sem hann kallar subiectum og ég kalla hér þegn. Slíkur þegn sækir
einmitt festu í það að vita, að sjá heiminn fyrir framan sig eins og jörðina; með
þessu verða framsetning og hugsun nánast það sama, þ.e. mynd af því sem er
(sjá Heidegger 1977:150-151).