Skírnir - 01.09.2000, Side 44
280
GARÐAR BALDVINSSON
SKÍRNIR
hugsuninni að. En Guðshugtakið er einnig vörn gegn slíku, það er
eini valkostur Descartes gegn óreiðunni sem seinni tíma menn á
borð við Freud, og síðar póststrúktúralista, tengja við „annan“ og
dulvitundina. Sú óreiða er hættan sem ávallt steðjar að vitundinni
eða hugsunarvélinni hjá Descartes og gjarnan gegn vilja hans.
Óreiðan framkallar í manninum „rangan“ skilning og kippir stoð-
um undan skynjun hans og dómum um hann sjálfan, um Guð og
um líkamleg fyrirbæri. Þannig má segja að drifkrafturinn í skrif-
um Descartes sé einmitt þessi átök sem auðveldlega má sjá í ljósi
hugmyndar Hegels um klofning vitundarinnar í þegn og viðfang.
A síðari hluta 19. aldar tók Nietzsche sér fyrir hendur, í bók-
um eins og Svo mœlti Zaraþústra (1883-1892), Sifjafrœði siðferðis-
ins (1887) og Ecce Homo (sem kom út að honum látnum 1908), að
rýna í þetta sem er sífellt að reyna að brjóta niður heild og einingu
vitundarinnar eins og Descartes lagði hana fram, rýna í óreiðuna,
ekki síst í það líkamlega sem mótar vitundina, það sem grefur und-
an hinu guðlega gildi.15 Nietzsche var án efa með þeim fyrstu á
síðari tímum til að fjalla beint og ítarlega um þessa óreiðu og mátt
hennar í lífi hvers einstaklings sem og um togstreituna sem hún
hefur valdið í einu öflugasta valdatæki vestrænnar menningar, þ.e.
í kristinni kirkju. I Sifjafræði siðferðisins leggur hann t.d. áherslu
á það hvernig siðferði er skilyrt af sögu og menningu en alls ekki
hafið yfir það stundlega, eins og kristin hugmyndafræði gerir ráð
fyrir. Siðferði er þannig í trúnni, að mati Nietzsches, á svipuðum
stað og hugsunin fyrir Descartes, hafið yfir það líkamlega og for-
gengilega. I Handan góðs og ills og fleiri verkum sýnir Nietzsche
hvernig hugsunin er ekki hrein, hvorki hvítþvegin né ómenguð,
heldur ávallt mótuð, brengluð eða menguð af hinu stund- og lík-
amlega. Umræða hans um hugsunina varpar skýru ljósi á þann
15 Eins og franski hugsuðurinn Michel Foucault benti ítrekað á þá hefur þessi
óreiða ekki aðeins verið umfangsmikið samfélagsafl heldur einnig bæði rann-
sökuð og hagnýtt af öðrum öflum samfélagsins um langan aldur í vestrænni
menningu. Hér má benda á annars vegar Ogun og refsingu Foucaults og hins
vegar á þau þrjú bindi sem hann ritaði um Sögu kynhneigðar. T.d. heldur hann
því fram í 1. bindinu að kynlíf hafi verið efni mikillar orðræðu á öðrum svið-
um en innan fræða og sú orðræða hafi orðið grundvöllur fræða og orðræðu
þeirra um kynlíf (sjá Foucault 1978:10-13).