Skírnir - 01.09.2000, Síða 45
SKÍRNIR
ÞEGN, LÍKAMI, KYN
281
mun sem er á mynd mannsins hjá honum og Descartes þar eð „ég-
ið“ sem hugsar er orðið efa undirorpið hjá Nietzsche, cogito-ið er
margsundrað og enga vissu að hafa fyrir því:
Það er mál til komið að menn hætti að láta orðin draga sig á tálar!
Þótt alþýðan standi í þeirri trú að þekking sé fólgin í því að gjörþekkja
hlutina verður heimspekingurinn að segja við sjálfan sig: „Þegar ég greini
það ferli sem felst í setningunni „ég hugsa“ rek ég mig á fjölda hæpinna
staðhæfinga sem erfitt og jafnvel vonlaust er að færa sönnur á; til dæmis
að það sé ég sem hugsa, að það hljóti nauðsynlega eitthvað að vera til sem
hugsar, að hugsunin sé verknaður og athöfn veru sem talin sé orsök, að til
sé „sjálf“ og síðast en ekki síst að það sé á hreinu hvað átt er við með
hugsun - að ég viti hvað hugsun er. Því ef ég hefði ekki þegar ákveðið
með sjálfum mér hvað hugsun sé, hvernig gæti ég þá vitað að athöfnin sem
um ræðir sé ekki eitthvað annað, svo sem „vilji“ eða „tilfinning" ? Stað-
hæfingin „ég hugsa“ gerir með öðrum orðum ráð fyrir að ég beri saman
ástand mitt á þessari stundu og aðrar aðstæður mínar sem ég þekki til þess
að átta mig á í hverju þetta ástand felst. Einmitt vegna þessa samanburð-
ar við annars konar „þekkingu“ er þetta ástand ekki nein óvefengjanleg
staðreynd fyrir mér sjálfum. (Nietzsche 1994:§16)16
I framhaldi af þessu kollvarpar Nietzsche algerlega mannsmynd-
aðri hugsunarvél Descartes og segir: „hugsun kemur þegar „hún“
vill en ekki þegar „ég“ vil; þannig er þab fölsun á staðreyndum að
segja: frumlagið „ég“ er skilyrði umsagnarinnar „hugsa“. Það
hugsar" (§17). Það sem Nietzsche kallar hér „það“ er, eins og til-
vitnunin hér á eftir sýnir, tengt dulvitundinni og líkamanum,
hvötum og tilfinningum. Með þessu er lykilatriði Descartes
hnekkt því að hugsunin og tengsl hennar við þann sem hugsar, þ.e.
við „mig“, eru hér orðin ákaflega vafasöm og veita enga fullvissu
lengur. Hugsunin í orðræðu Nietzsches er þannig orðin jafntraust
eða ótraust og í orðræðu Descartes, tengd skynvillum og tálsýn-
um. Og síðan segir Nietzsche að frumlagið sé ekki annað en setn-
ingafræðileg krafa sem fylgir línunni: hugsun, verknaður, gerandi.
En með þessu hefur Nietzsche engan veginn útilokað það sem
Descartes segir heldur aðeins dregið úr algildi þess og guðlegu
gildi, úr hreinleika hugsunarinnar og þess sem hugsar. Hugsunin
16 Nietzsche 1994:105. Hér eftir er vitnað til íslensku þýðingarinnar með vísun í
greinarnúmer.