Skírnir - 01.09.2000, Qupperneq 46
282
GARÐAR BALDVINSSON
SKÍRNIR
sem slík er fyrir Nietzsche í svipuðu tignarsæti og hjá Descartes,
en eðli hennar hefur breyst. Nietzsche tekur síðan viljann sem
dæmi um þá flækju sem hann sér við greiningu huglægra fyrirbæra
eins og hugsunar, ekki síst að þau séu samofin líkamanum. I
eftirfarandi orðum sínum dregur Nietzsche ekki aðeins dár að
viljanum og upphöfnum hugmyndum okkar (kristinna manna)
um hann, heldur hæðist hann einnig að sjálfum sér og félaga sín-
um og læriföður Arthur Schopenhauer, en báðir rituðu mikið um
gildi viljans, einkum viljans til valds:17
Það að vilja virðist mér fyrst og fremst eitthvað flókið, eitthvað sem ein-
ungis felst í einu orði... í viljanum er í fyrsta lagi fjöldi tilfinninga ... Líkt
og skoða ber tilfinningar, og það fjölbreytilegar tilfinningar, sem þætti
viljans, þannig er því í öðru lagi líka farið um hugsunina. I hverri viljaat-
höfn er fólgin hugsun sem stjórnar ... I þriðja lagi er viljinn ekki eingöngu
flókinn vefur tilfinninga og hugsunar heldur framar öðru ástríða, nánar
tiltekið sú ástríða að skipa fyrir ... Maður sem vill skipar einhverju í sjálf-
um sér sem hlýðir eða hann heldur að hlýði. ... Við erum á hinn bóginn
vanir að líta framhjá þessu tvíeðli og blekkja okkur sjálfa með hjálp sam-
þætta hugtaksins „ég“. ... „Frelsi viljans" - það táknar margeflda vellíð-
unarkennd þess sem vill, sem skipar og lítur á sjálfan sig sem geranda um
leið. Sem slíkur hrósar hann sigri yfir því sem hann glímdi við en heldur
þó innst inni að það sé hans eigin vilji sem í raun braut alla mótspyrnu á
bak aftur. Þannig bætir hann vellíðan verkfæranna - hinna nytsamlegu
„undir-vilja“ eða undir-sálna - við sína eigin vellíðan sem hæstráðanda -
því líkami okkar er einungis samfélag margra sálna. L’effet c’est moi [„Af-
leiðingin, það er ég“]. (Nietzsche 1994:§19)
Þessi hegelska mynd af klofinni vitund, þeim sem skipar og þeim
sem hlýðir, bendir á ofurvald setningafræðinnar og jafnvel orð-
ræðukerfisins, tungumálsins, yfir huga mannsins, því það er að-
eins hugmyndin og orðið „ég“ sem nær að samþætta þá mörgu
vilja sem berjast undir þessum orðum, „ég“ „vil“. Hugsunin sem
Descartes gat greint frá líkama sínum og ytri áreitum er hér bein-
línis talin orsakast af því sem Descartes útilokaði, þ.e. af líkama og
dulvitund, en um leið er hugsunin einnig talin vera það sem
17 Schopenhauer skrifaði t.d. bækurnar Heimurinn sem vilji og mynd, og Ritgerð
um frelsi viljans, og eftir Nietzsche kom út að honum látnum bókin Vilji til
valds, en vilji er líka eitt af höfuðeinkennum Zaraþústru í Svo mœlti Zaraþústra.