Skírnir - 01.09.2000, Page 49
SKÍRNIR
ÞEGN, LÍKAMI, KYN
285
Leikur móbursýkinnar
Rómantíkin sem bókmenntastefna á það sameiginlegt með heim-
speki Nietzsches að benda á þátt vilja, tilfinninga og líkama í hugs-
uninni. Stefnan felur ekki síst í sér róttækt andóf gegn heimssýn
hugsunarvélarinnar, enda ætlunin að hefja tilfinningar og ímynd-
unarafl til vegs og virðingar. I „skáldævisögu"21 sinni, Bréfi til
Láru (1924),22 beitir Þórbergur Þórðarson rómantískum snilldar-
töktum í bland við íróníska nákvæmni vísindamannsins til að rífa
hugsunarvél Descartes sundur stykki fyrir stykki með þeim af-
leiðingum reyndar að hann verður ófrískur (í margvíslegri merk-
ingu orðsins, a.m.k. veikur og barnshafandi). Með þessu framleið-
ir Þórbergur svipaðan leik og franski hugsuðurinn Jacques
Derrida kallaði eftir árið 1966 þegar hann kynnti umheiminum
hugmynd sína um afbyggingu, en þá talaði hann um að nauðsyn-
legt væri að setja í gang leik sem minnti á það þegar vél leikur lið-
ugt en einnig þegar eitthvað leikur laust í henni.23 Líkt og
Descartes, sem sagði frá sjálfum sér innan fjögurra veggja, sitjandi
við skrifborð sitt, hugleiðandi það sem dregið gæti í efa ráð hans
og rænu, stillir Þórbergur sér nú upp fyrir augum okkar í hugleið-
ingu við borð sitt, við skriftir en einnig að svipast um fullur kvíða
og efasemda, og dregur í efa ráð sitt og rænu en kemst að þeirri
niðurstöðu, sem er auðvitað ekki aðeins í samræmi við trú hans á
endurholdgun heldur einnig háðsleg mynd af Descartes, að „ég
hljóti að vera endurminning vitfirrings, sem setið hefir við þetta
21 Hugtakið er frá Guðbergi Bergssyni sem notar það um texta sinn Faðir og
móðir og dulmagn bernskunnar. Sjá Guðberg Bergsson 1997:1.
22 Hér á eftir er vitnað til endurútgáfu verksins frá 1974 með blaðsíðutali í sviga.
23 Sjá umræður á eftir greininni „Structure, Sign, and Play in the Discourse of the
Human Sciences“ í Macksey 1970:268. I svari við fyrirspurn talar Derrida um
„jeu dans ia machine" og „jou des piéces“, þ.e. leik vélarinnar og leik einstakra
hluta hennar. Eins og Christopher Johnson hefur bent á er líklegt að „leikhug-
tak“ Derrida hafi verið rangtúlkað með áherslu í enskum þýðingum á „free
play“ sem gefur til kynna að allt sé leyfilegt og hvaðeina geti gerst. En sam-
kvæmt Johnson er miklu fremur um að ræða leik eins og ræddur er í megin-
máli, þ.e. leik innan kerfis og heildar. Sjá Johnson 1993:8 og 203. Sjá einnig
Hartman 1981:22.