Skírnir - 01.09.2000, Síða 51
SKÍRNIR
ÞEGN, LÍKAMI, KYN
287
hans andspænis skynsemishyggju hugsunarvélarinnar og vísinda-
legra staðreynda reynist einnig færa hann yfir á svið þar sem eng-
inn greinarmunur er gerður á líkama og sál, en við það leysast
fleiri andstæður upp. Líf hefur kviknað í kviði Þórbergs og hann
er barnshafandi en við þetta leysir hann upp aðgreiningu kynjanna
og gerist að því er virðist kona. Hann lýsir færni sinni til að
umbreyta hinu líkamlega með ímyndunaraflinu svo: „Af ómerki-
legri hugmynd eða atviki get ég jafnvel fengið óþolandi magaverk"
(Þórbergur Þórðarson 84), og lætur þannig taugaáreiti kveikja
starf hugans. Freud sagði á tímum Þórbergs og Bréfs til Láru að
taugaáreiti væru bæði meðtekin og deyfð í senn, að þau fari bæði
inn í (með)vitundina og dulvitundina, en sú síðarnefnda fær út úr
þeim fyrst og fremst minnisleifar en ekki nein heildaráhrif. I anda
Freuds er skýring Þórbergs á kvenleika sínum, færni sinni til að
verða barnshafandi, of mikil erting óvarinna nema þar sem hugs-
anir, raunheimur og ímyndun leika lausum hala en eru þó ekki í
neinni tignarröð.
Tilraun Þórbergs til að brjóta upp kynjamúrana með
„óléttu“ sinni upphefst þó sem eins konar sturlun og fylgir henni
mikil skömm, þ.e. skömm þess sem er með ráði og rænu en sak-
aður um geðveilu, skömm karls yfir því að vera kona, miðjunn-
ar yfir að vera á jaðrinum.27 Imyndun sögumannsins lætur þó
ósvarað spurningum á borð við þá hvernig hægt hefði verið að
sæða líkama hans og reyndar leggur hann aðeins til þá alþýðu-
skýringu að það hafi verið vindurinn - sem kemur frá Guði, en
eingetnaðurinn í móðurlífi Maríu er vissulega handaverk Guðs.
Um leið færist áhersla frásagnarinnar frá hinni ætluðu afbygg-
ingu kynhlutverkanna yfir á eiginleika og snilld sögumannsins
sjálfs og svo yfir á svið ímyndunarinnar en um leið burt frá lík-
27 Hann leitar ekki ráða úr raiðstöð skynseminnar heldur fylgir hann hinni
ímyndunarfullu reynslu sinni og þeirri nýju kynhneigð sem hún færir og leitar
ráða hjá fólki á ystu mörkum samfélagsins, gamalli og nánast blindri konu sem
hlær að honum og hómópata sem býr á draugastað, svo og öðrum gömlum og
blindum manni. Enginn hjálpar honum út úr „þessu ægilega völundarhúsi“
(bls. 91), og á stundum sýnist honum eina undankomuleiðin vera leið dauðans,
„að skera mig á háls eða drekkja mér“ (s.st.).