Skírnir - 01.09.2000, Síða 52
288
GARÐAR BALDVINSSON
SKÍRNIR
amlegri æxlun yfir á bókmenntalega sköpun, frá náttúru til list-
ar:28
í vitund minni er ekki mikill munur á hugmynd og ytri reynslu. Ég get lif-
að upp langa röð af hugsuðum atburðum eins og bjargfastan veruleika. Ég
sé sýnir, heyri heyrnir og þreifa á. Ég finn áhrifin læsast um líkama minn,
ýmist þrungin af himneskum unaði, ýmist mögnuð helvítis kvölum. Hug-
myndaheimurinn er mér jafnvel verulegri en hinn sýnilegi heimur.
Sambandið milli líkama og sálar er svo leikandi liðugt, ef svo mætti að
orði kveða, að hver minnsta hugsun, jafnvel hver smæstu hugsana-blæ-
brigði endurspeglast í taugakerfinu eins og vindur á vatnsfleti. Það er eng-
in nýjung fyrir mig að skifta litum í einu vetfangi, nötra eins og hrísla þetta
augnablikið, vera stæltur eins og Golíat hitt. Af ómerkilegri hugmynd eða
atviki get ég jafnvel fengið óþolandi magaverk. Og ómerkilegar hugmynd-
ir eða atvik geta einnig rekið burt úr mér líkamlega kvilla. Líkami minn er
undurfínt hljóðfæri, sem englar himinsins eða djöflar undirheima leika á til
skiftis. ... þetta er það, sem á erlendu máli er kallað sensitiveness, en vér
getum kallað næmleika. Næmleiki er andlegur og líkamlegur þroski. Að
vera „næmur fyrir“ er að skynja fleiri sveiflur í tilverunni en allur almenn-
ingur. Vér getum jafnvel sagt, að takmark mannkynsins á þessari jörð sé að
færa út skynkvíarnar, ná meira og meira af tilverunni undir skynsvið sitt.
Til þess stritum vér með plógi og páli. Til þess vinnum vér að vísindum og
listum. En ef voldugt ímyndunarafl eða sterkar andlegar hreyfingar standa
að baki næmleikanum, getur þessi dýrmæta gáfa orsakað veikleika, líkam-
lega bilun eða „hysterí“. (Þórbergur Þórðarson 84—85)29
Hugsunarvélinni er hér augljóslega líka beitt til að yrkja skynjan-
ir skynfæranna, yrkja líkamann, yrkja allt það sem Descartes úti-
lokar að teljist hugsun, ekki síst skynvillur, óra og tálsýnir. Þegar
áfallinu lýkur eins og blaðra sem springur erum við þó ekki leidd
í umræðu um kynjahlutverk, kynhneigð eða móðurhlutverkið.
Textinn fer þvert á móti að ræða aðrar gerðir móðursýki, einkum
tengdar framleiðslu: framleiðslu þegnsins sem hefur Guð að kjöl-
festu og jafnvel sjálfsmynd. Fyrst samsamar sögumaður sig Kristi,
síðar Guði sjálfum, en loks einstaklingum sem hann telur snill-
inga. Ofsóknaræði hans inn á milli er jafnvel hluti af samsömun
hans við Guð, meistara allrar skynsemi og hreinnar hugsunar.
28 Ég vil hér minna á skemmtilega umfjöllun Ástráðs Eysteinssonar (1988) um
þessa reynslu Þórbergs.
29 Þetta „hysterí" er tengt „hystera", sbr. áður.