Skírnir - 01.09.2000, Page 53
SKÍRNIR
ÞEGN, LÍKAMI, KYN
289
Hafi lesandi Þórbergs því átt von á að þessi óvænta saga í Bréf-
inu sé að gagnrýna tvíhyggjuna, svo ekki sé minnst á að afbyggja
kynhneigð karla, ekki síst þá skoðun að þessi sé hin eina kyn-
hneigð, og hefja kvenlega kynhneigð eða líkama kvenna til virð-
ingar, þá hlýtur textinn að valda vonbrigðum. Hin viðbúna af-
bygging karllegrar kynhneigðar reynist fyrst og fremst skemmti-
legur leikur. Ef ekki sögumanns þá „engla himinsins eða djöfla
undirheima“ (bls. 84); annaðhvort hefur verið leikið á hann eða þá
hann er að leika á ímyndunarafl lesandans og trú hans á texta sem
tjáningu og birtingarmynd. Þrátt fyrir leiftrandi skopið hróflar
frásögnin alls ekki við því viðmiði sem virtist vera tekið til gagn-
rýni. Með því að styðja þá túlkun að það hafi aðeins verið sigur
snilldar eða ímyndunarafls að finna upp á þeim leik að láta karl
ganga með barn rennir frásögnin stoðum undir tvíhyggjuna og
þau gildi sem að henni standa, forræði hugsunar yfir líkama, karls-
ins yfir konunni. Engu að síður er erfitt eftir þessa ófullnægjandi
afbyggingu að taka tvíhyggjuna eða forræðið jafnmikið fyrir víst
og áður, því að með uppfinningunni verður sjálf kenningin um
eina kynhneigð að eins konar tálsýn: karl er fær um að bera í sér
að minnsta kosti einhver merki kvenleikans. I íslenskri skáld-
sagnagerð er varla snert við þessari kynhneigð aftur fyrr en Guð-
bergur Bergsson leggur til atlögu við hana á sjöunda áratugnum
með samkynhneigð og umræðu um þriðja kynið í Tangasögum
sínum.
Líkamlega sjálfið hjá Freud
Sú forna mynd sem Descartes nýtir sér, að án líkamans geti mað-
urinn öðlast hlutdeild í helgi Guðs, hefur manninn upp úr því, ef
svo má segja, að vera einungis mannleg, líkamleg vera og veitir
honum að nokkru leyti helga stöðu. Ondverð mynd af manninum
sem amöbu eða frumstæðri, lægri lífveru er honum óhugsandi.
Nietzsche og Freud eiga hins vegar auðvelt með að ímynda sér
manninn og einkum dulvitund hans á þessum nótum: I þeirra
huga árétta slíkar myndir einmitt náttúrulegt og vökvakennt eðli
dulvitundarinnar, þá staðreynd (að þeirra mati) að hún er linnu-