Skírnir - 01.09.2000, Page 55
SKÍRNIR
ÞEGN, LÍKAMI, KYN
291
lögmálum náttúrunnar, ef svo má að orði komast“ (Freud
1984:362). Ef til vill notaði Freud af þessari ástæðu myndmál
fálmara fyrir skynfærin. I þeirri framsetningu hans að vitundin sé
einhvern veginn skráð á heilabörkinn fara áreitin í gegnum lög
barkarins (sem er þá bæði móttakari áreitanna og vörn gegn þeim)
en í þessu ferli deyja vefir í ystu lögunum til að vitundin geti tek-
ið við ertingunni. I þessu samhengi sér Freud skynjunina (í heila-
berkinum) sem „fálmara sem eru allan tímann að gera hikandi at-
lögur að ytri heiminum og draga sig síðan út úr honum" (Freud
1984:299).32 Slík líkindi við lægri lífveru, að teygja út fálmara,
ganga í sömu átt og hjá Nietzsche, þ.e. þau draga sálræn ferli nið-
ur úr hæðunum sem orðræða Descartes hefur þau til og færir þau
inn á svæði líkamans og náttúrunnar, þar sem jafnvel Descartes
viðurkenndi að í það minnsta sum skynræn ferli ættu sér stað, það
er inn í heilann. Andstæðan við Descartes verður síðan enn bein-
skeyttari þegar Freud heldur því fram að „skynjun [sé] ekki aðeins
óvirkt ferli“ (Freud 1984:441) eins og Descartes taldi (virknin er
fyrir honum öll í hugsuninni), heldur fullyrðir Freud, og í þeirri
fullyrðingu felst eitt merkasta framlag hans, að: „þegar allt kemur
til alls er sjálfið komið af líkamlegum skynáreitum“ (Freud
1984:365). Hugsun, vitund og skynsemi eiga sér með öðrum orð-
um líkamleg upptök, enda slengdi Freud líkama og sjálfi saman í
fyrrnefndri grein sinni um „Sjálf og frumsjálfið“ svo að þau skar-
ast og vefjast saman uns mörk þeirra verða óljós: „[sjálfið] er ekki
aðeins yfirborðseind heldur er það sjálft vörpun yfirborðs“
(Freud 1984:364-65). Hann bætir við í neðanmálsgrein: „Þegar allt
kemur til alls er sjálfið komið af líkamlegum skynáreitum, einkum
þeim sem spretta af yfirborði líkamans. Því verður að álíta það
vitsmunalega vörpun líkamlegs yfirborðs" (Freud 1984:365; sjá
einnig Butler 1993:59). Ein af frumforsendum Descartes um alger-
32 Freud virðist hafa heillast af þessu fálmaramyndmáli því hann notaði það einn-
ig í öðrum greinum, svo sem „Dulræna ‘skriftarspjaldinu’“ þar sem dulvitund-
in „teygir út fálmara" (Freud 1984:434) og í „Neitun" en þar segir hann: „sjálf-
ið sendir stöku sinnum frá sér lítið magn bindingar inn í skynjunarkerfið“
(Freud 1984:441). Einnig má benda á grein hans „Handan vellíðunarlögmáls-
ins“ (Freud 1984:269-339).