Skírnir - 01.09.2000, Page 56
292
GARÐAR BALDVINSSON
SKÍRNIR
an aðskilnað sálar og líkama fær þannig ekki staðist lengur í orð-
ræðunni og má segja að alla tuttugustu öldina hafi bæði sálar- og
bókmenntafræði mjög snúist um að draga fram þessa flækju á
sviði bókmennta.
Þessi flækja er einnig til meðferðar í íslenskum bókmenntum
við upphaf 20. aldar. Segja má að „það“ brjótist greinilega upp í
vitundina; hugsunin mengast af „framandi" eða „annarlegum"
orsökum á borð við líkama, kynhvöt, tilfinningalíf og skynjun,
en jafnframt hafa ytri atburðir og ferli mikil bein áhrif á vitund-
ina. I skáldsögu Gunnars Gunnarssonar, Sœlir eru einfaldir, sem
er skrifuð á dönsku (1920),33 fá „annarlegar orsakir" einkar tákn-
rænar birtingarmyndir hvora af sínu sviðinu: Annars vegar er
spúandi eldstólpinn táknmynd þeirra ógna sem að manninum
steðja úr náttúrunni - bæði innri og ytri náttúru. Hins vegar er
sú plága sem hrjáir alla í bókinni, og stafar á einhvern hátt af
auknu þéttbýli, á vissan hátt táknmynd þeirrar hnignunar sem
tækni og borg leiða yfir manninn samkvæmt textanum. Enn-
fremur má nefna að margar helstu persónur sögunnar eru mótað-
ar af vitund stórborgarinnar og ekki síst sundrun hennar og firr-
ingu. Tengsl persónanna við eigin tilfinningar hafa rofnað svo
mjög að þrátt fyrir raunsæjar og „hlutlægar“ lýsingar sögumanns
veit lesandi stundum lítið sem ekkert um ástæður þeirra fyrir
gjörðum sínum eða hugsunum. Minnir þetta rof reyndar mjög á
fræga (eða alræmda) línu úr ljóði Sigurðar Grímssonar, „Gestur“:
„mér fanst ég finna til“,34 en þar ríkir alger aðgreining líkama og
sálar, hugar og tilfinninga, svo að mælandi virðist umfram allt
hugsa sér tilfinningar sínar en ekki finna til þeirra. Sögumaður
Gunnars segir oft að hann viti ekki hvað valdi tilfinningu sinni,
að hann viti ekki gjörla hvernig sér líði, að hann hafi beitt sjálfan
33 Gunnar Gunnarsson: Salige er de enfoldige. 1920. íslensk þýð. Gunnars sjálfs:
Sœlir eru einfaldir. Reykjavík 1981 (fyrst prentuð 1976). Þýðing höfundar er að
sumu leyti endurritun textans, en hér verður ekki hugað að spurningum varð-
andi þá endurritun, heldur vafningalaust vitnað til þeirrar þýðingar.
34 Sigurður Grímsson 1922:52. 1 þessu sambandi mætti jafnvel benda á „lömun“
sögumanns í bók Gunnars þegar tilfinningar bera hann gersamlega ofurliði, t.d.
226.