Skírnir - 01.09.2000, Page 57
SKÍRNIR
ÞEGN, LÍKAMI, KYN
293
sig valdi til að finna ekki þá tilfinningu sem ásótti hann, að hann
hafi nánast misst meðvitund vegna þess hve ákafar tilfinningar
hrærðust innra með honum. Hins vegar er félagsleg vitund fólks-
ins mótuð af sveitamenningu þar sem allir þekkja alla, fylgjast
grannt með einka- og tilfinningalífi annarra og eru almennt í nán-
um tengslum við náttúruna. Þannig fylgja átakasvið sögunnar
mjög þróun í hugmyndum um þegninn, þar sem vitundin er talin
bæði hrein og ómenguð, eins og hjá Descartes, og líka ýrð hvata-
og tilfinningalífi sem jafnframt mótast af firringu, eins og bæði
Nietzsche og Freud hugsuðu sér þegninn. Umræða bókarinnar
snýst ennfremur mjög um hlutverk konunnar, eða jafnvel Kon-
unnar, enda binda karlarnir vonir sínar og lífsgildi mjög við aðal-
kvenpersónuna, Vigdísi konu Gríms, svo að þeirra eigin lífssýn
víkur gjarnan. A það einkum við um sögumann sem reyndar hef-
ur nánast alveg klippt á tilfinningalíf sitt. Hann virðist hafa gefist
bælingunni og afli hugsunarinnar á vald en hvatalífið brýst t.d.
fram í margvíslegum afturvirkum skynjunum, enda er hann sífellt
að gera og hugsa eitthvað sem hann skilur ekki eða er kominn
heim til Vigdísar án þess að hafa ætlað sér það og má þannig lengi
telja. Líkaminn og konan sem annar eru þannig ávallt að hefta
heildstæðni og einsleitni sjálfsins og hugsunarinnar.
Karlleg gagnkynhneigð
Þótt Freud sé ótvíræður upphafsmaður orðræðu um dulvitundina
(„das Unbewufite“) er sjálft hugtakið ekki frá honum runnið því
að það var notað í læknisfræðilegri orðræðu strax á áttunda áratug
19. aldar (Meltzer 1990:148). Þegar Foucault kallaði Freud upp-
hafsmann sálgreiningarorðræðu35 vísaði hann ekki síst til umræðu
hans um kyn og kynhneigð þar sem dulvitundin verður fyrst og
fremst hít kynferðislegrar bælingar og þá oft í eindregnu samhengi
við Odipusar-duldina. Samkvæmt henni er faðirinn táknmynd
valds og reglu (fallosar) en móðirin skorts og óreiðu (hvatanna); til
að komast af samsamar þegninn sig föðurnum og valdi hans, en í
35 Sjá Foucault 1977:131-32. Þar kallar hann Freud og Marx „upphafsmenn orð-
ræðuathafna" því að þeir „opnuðu endalausa möguleika til orðræðu“.