Skírnir - 01.09.2000, Síða 58
294
GARÐAR BALDVINSSON
SKÍRNIR
því ferli fær hugtakið og fyrirbærið þegn óyggjandi einkenni hins
karllega föðurvalds. Eins og femínistar hafa rækilega og ítrekað
bent á36 er konan (móðirin) í þessu ferli útilokuð, bannfærð og
sett í hít hvatalífsins - og mætti kannski kalla þá hít „móðursýki“
í anda umræðu Þórbergs. Þegninn er þannig samkvæmt Freud
ekki aðeins markaður óljósum klofningi sem bælingin veldur
heldur einnig skýrum aðskilnaði félagslega viðurkenndra þátta -
vitundar/karlkyns/rökhugsunar - og félagslega kúgaðra eða bældra
þátta - dulvitundar/kvenkyns/hvata.
Hugtakið „karlkyns gagnkynhneigð“ hefur nokkuð verið til
umræðu, einkum í hinsegin fræðum sem gagnrýna ríkjandi orð-
ræðu fyrir það meðal annars að leggja öllum þegnum á herðar
kvöð um eina mynd kynhneigðar: sjálfgefin er þá andstæða kynj-
anna og tvær frummyndir þeirra, karl og kona; jafnframt eru til-
tekin valdavensl talin innbyggð í samskipti þeirra, ákveðin hern-
aðarskipan þar sem fastar reglur og stíf tignarröð ríkja bæði um
kynin og gildi í samskiptunum.371 þessari röð er karlinn sjálfsagð-
ur, æðri konunni, sá sem ræður og er kynhneigð hans, með líkama
konunnar sem viðfang, öllum öðrum sterkari, í raun frummynd
kynhneigðar. I þessari mynd verður kynhneigð gjarnan að stöðl-
uðum formum í samræmi við Ödipusar-mynd Freuds. Þannig fá
samskipti kynjanna á sig þá mynd í Vefaranum mikla frá Kasmír
að karlinn, Steinn Elliði, er eins konar Kristur, en konan annað-
hvort mey eða mella (sjá t.d. Halldór Laxness 116-24),38 en þessi
tvíhyggjumynd leiðir annaðhvort til vegsömunar eða banns. Þótt
Diljá sé Steini slík mey styður textinn ekki það sjónarmið hans því
að hún er einnig sett fram undir öðrum ólíkum formerkjum, til
36 Hér nægir að nefna höfunda og verk eins og Juliu Kristevu, „Women’s Time“;
Judith Butler, Gender Trouble og Bodies That Matter; Luce Irigaray: This Sex
Which Is Not One, auk verka eftir Héléne Cixous, Andrea Nye, Gayatri
Chakravorty Spivak og Simone de Beauvoir. Loks vil ég benda á verk íslenskra
kvennabókmenntafræðinga eins og Dagnýjar Kristjánsdóttur og Helgu Kress.
37 Sbr. t.d. Butler 1993:29-32 og Lacqueur 1990:61-113.
38 í Vefarann er vitnað eftir þriðju útgáfu verksins frá 1957. Móðir Steins tekur
undir þessi sjónarmið í réttlætingarbréfi sínu til Steins, þar sem hún gerir hann
að engli en sjálfa sig að djöfli og skækju (sjá Halldór Laxness 1957:80-81). Sjá
ennfremur umfjöllun Halldórs Guðmundssonar 1987:144-54 og 82-84.