Skírnir - 01.09.2000, Qupperneq 59
SKÍRNIR
ÞEGN, LÍKAMI, KYN
295
dæmis sem listamaður og sagnaþulur en hvort tveggja brýtur upp
meyjarmyndina og hefðbundna mynd af konunni sem óvirkri. I
huga Steins eru samskipti kynjanna mörkuð hatri þeirra hvors á
öðru eins og hann segir, „Karlmaður og kona hatast“ (Halldór
Laxness 261) og þrá karls, kynhneigð hans, öll blandin ofbeldi,
kúgun og losta:
Ekkert er í senn jafnsárt og unaðslegt eins og að elska mannlífið og mynd
mannsins ... Það er næstum ótrúlegt að maðurinn skuli vera skapaður fyr-
ir sannleikann. ... Eingin kona fal sólgnari kvenleik í vaxi lenda sinna.
Hreyfingar hennar voru óumræðileikinn. I brjósti hennar andaði lífsaflið
sjálft. Djúpt í skauti hennar sváfu alnir og óbornir, aldir sem biðu þess að
verða vaktar til eilífðarinnar. Barmur hennar var alfullkomleikinn. Mundi
nokkurt afl sterkara en það sem elur hvítan brjóstmylkínginn? Hann leit á
arm sinn sem hún hafði snöggvast læst í fjötra, og fann að án hennar var
ekkert sköpunarverk. Konan er ekki aðeins móðir mannanna, heldur dýr-
linganna, jafnvel Jesú Krists sjálfs. Ave maria, gratia plena, dominus tecum.
En þegar hann varð þess áskynja að loftið umhverfis hann iðaði af lost-
ugum sýnum reyndi hann enn að sökkva sér niðrí bók meistarans. ... Alt
í kríngum hann var fult af ógeðslegum myndum: naktar konur með
höggorma flækta um lendar sér, Leda með svaninn, pelíkanar sem möt-
uðu úngana á blóði sínu. (Halldór Laxness 262-64)
Og ástin er þessari kynhneigð umfram allt ofbeldisfullar pyntingar á
viðfangi sínu: „Nei elskan mín, ég drep þig ekki; ég kvel þig, kvel þig,
kvel þig“, segir Steinn (Halldór Laxness 290). Slík ást er karlmann-
inum „hið eina sanna í lífinu" (Halldór Laxness 290) og fyllir hann
„öryggi heilbrigðs manns, karlmannlegu stolti" (Halldór Laxness
291) . Fyrir Steini vakir að semja sátt milli dulvitundar og sjálfs, milli
„þess“ hjá Nietzsche og hugsunarvélar Descartes:
Gerðu sáttmála milli holds þíns og anda, þessara vígólmu einherja, stiltu
til friðar milli hjarta þíns og hugar, hvatalífsins og vitsmunalífsins, og gjalt
hverjum sitt! Ekkert er í heiminum hyggilegra! Einginn nær dýrlegra tak-
marki en því að vera menskur maður eins og guð hefur skapað hann. Ég
kasta ham hins yfirnáttúrlega skrímslis og hef nýtt líf, menskur maður,
þegn í ríki veruleikans, einfaldur sonur þjóðar minnar. (Halldór Laxness
292) 39
39 Steinn er hér að rísa upp sem kartesískur þegn í ríki Guðs og þjóðarinnar, ríkis-
þegn og þegi skipulagsins.