Skírnir - 01.09.2000, Page 61
SKÍRNIR
ÞEGN, LÍKAMI, KYN
297
er að sá efasemdum um geðheilsu Gríms. Sögumaðurinn sér þá
sáningu sem „eitthvað hættulegt í aðsigi - ekki alls ólíkt geigvæn-
legu gosi fram undan“ (Gunnar Gunnarsson 158) en þá hættu
tengir hann aftur goðsögninni um Medúsu, kvenveruna sem
breytir körlum í stein: „Eirðarlaus ráfaði ég aftur og fram um stof-
una kvalinn af þessari óræðu ógn, sem mér fannst einblína á mig
þúsund ósýnilegum glyrnum" (Gunnar Gunnarsson 158-59).
Þannig verður Vigdís tákn þess valds sem getur lamað eða gelt
karla en það vald er síðan sett í samband við freudíska dulvitund
með því að textinn gerir hana að hinu „myrka meginlandi“.40 Orð
sem áður voru höfð um andann (Gunnar Gunnarsson 20) eru sem
sé notuð um Vigdísi þegar hún verður óræð á svip og starir „inn í
ókunn lönd sem [sögumaður] aldrei hafði lagt undir fót“ (sbr.
Gunnar Gunnarsson 230 og 240, þar sem sama orðalag er notað).
Vigdísi er þannig bæði léð afl Guðs til að eyða heimi og halda hon-
um saman, en með þessu er hún í senn svipt mennsku sinni og
gerð að tákni. Þau umbrot sem verða í jörðu jafnt sem sjálfi koma
þó á engan hátt fram í tungumálinu eða beitingu þess. Tungumál-
ið er tekið sem gefið ásamt venslum þess við frásögnina, við eftir-
líkingu (mimesis) og þar með við merkingarmiðið, jafnvel þótt
efasemdir komi fram hjá nokkrum sögupersónum. Af þessum
sökum treystir textinn á myndhverfingar til að tjá og túlka sann-
leikann, eins og kemur vel fram þegar sögumaður lýsir innri
óreiðu sinni:
A botni hugar míns lá í leyni uggvænleg hryggð sem varð ekki þaðan
hrakin ... þannig er mannshjartað: í djúpi sálar minnar fannst mér ég allt
í einu fátækari en nokkru sinni ... þannig ráfaði ég áfram í leiðslu og hug-
urinn reikaði að refilstígum úr einu í annað ... Sjötti dagurinn, endurtók
ég lágróma og ráfaði fram á leið undir heljarfargi ótta míns, óróa, ein-
manaleika og óljósu [svo] hryggðar og kvíða: Var það ekki að kvöldi sjötta
dagsins að Skaparinn leit út yfir allt sem hann hafði gert? ... Og sjá, það
var harla gott. ... það var þung ganga [til Vigdísar] fyrir þann sem engar
tálvonir sér varðandi þá hjálp sem mér var Ijóst að enginn getur öðrum
veitt þegar á reynir ... Eg þorði bókstaflega ekki að setja mér fyrir sjónir
hvernig aðkoman yrði, hvað ég ætti að segja eða gera, af ótta við að við-
urkenna fyrirfram magnleysi mitt. Innra með mér ríkti alger ringulreið
40 Freud kallaði dulvitundina oft „hið myrka meginland“.