Skírnir - 01.09.2000, Síða 69
SVERRIR TÓMASSON
„Strákligr líz mér Skíði“
Skíbaríma - Islenskur föstuleikur?
1
Rímur hafa löngum verið taldar til frásagnarkvæða; fræðimenn
hafa flokkað þær eftir aldri, efni, stíl og byggingu, en nákvæmar
hefur ekki verið farið í greininguna, enda örðugt um vik, þar sem
rímur hafa verið ortar á Islandi í meira en fimm aldir og aðeins lít-
ill hluti þeirra verið prentaður.1
Af þessum fyrirferðarmikla bálki frásagnarkvæða stendur
Skíðaríma ein sér sökum efnis en einkum þó vegna meðferðar á
því. Þeir fræðimenn sem gerst hafa um hana fjallað hafa og komið
auga á sérstöðu hennar. Jón Þorkelsson (1922-27:161) segir hana
varla vera eiginlega rímu en Björn Karel Þórólfsson (1934:366)
kallar hana kvæði. Ríman, sem aðeins hefur varðveist í 18. aldar
handritum, fjallar um göngumanninn Skíða sem flakkar á milli
stórbýla á Vesturlandi, fer fyrst um Saurbæ, svo niður til Hvamms
í Dölum en síðan suður til Hítardals. Þaðan er hann leiddur í Val-
höll og vaknar loks aftur í Hítardal.
Elstu heimildir um Skíðarímu eru í ritum Jóns lærða Guð-
mundssonar (1574-1658), Grænlandsannál og Samantektum um
skilning á Eddu. Eftir að Jón hefur lýst í Samantektum Kötlu-
draumi, sem hann kallar ljúflingsleiðslu, segir hann:
Á dögum þeirra mága Hvamms-Sturlu, sem var faðir þeirra Sturlusona,
og Þorleifs beiskjalda í Hítardal, var Skíði göngumaður uppi sem leiddur
skyldi verið hafa í Valhöll sem sú ríma vottar; teiknin til sönnunar þeirri
leiðslu skyldu verið hafa þessi: Tvennir nýir uxaskinns skór á einni nóttu
gjörsamlega úttroðnir, smjörsvínskista hans tóm að kveldi, en var full að
morgni með forgiftarsmjör sem hundar dóu af, átta marka járnhólkur þrí-
1 Helstu yfirlitsrit um rímur eru: Björn Karel Þórólfsson: Rímurfyrir 1600; Davíð
Erlingsson: Blómað mál í rímum; Finnur Sigmundsson: Rímnatal I—II; William
A. Craigie: Sýnisbók íslenzkra rímna I.
Skírnir, 174. ár (haust 2000)